Syrpa - 01.03.1912, Qupperneq 44

Syrpa - 01.03.1912, Qupperneq 44
170 SYRPA allir eru þeir þaS sem þeir eru, af því þeir eig'a Uiannkostina hans Sugitu. Þeir sem drýgja dáS á víg-vellinum, þeir eru dugandis- borgarar .á friöartímum. Börn- in sýna líka ættlandsrækt og táp til aö líða, þegar þau rækja skyldur sínar. Garpurinn Sugita, sem horf- inn er samvistum vorum situr nú sem goö á stalli bæði til að halda verndarhendi um aldur og æfi yfir keisaraveldinu Dai-Nippon, og efa- laust, líka til aö leiöbeina þjóð vorri og innblása henni anda sinn, einni kynslóð til annarar. S M Á V E I S . Hví hundum semur illa við köttu. í Kóreu er þjóðsaga til um það hví hundum og köttum komi illa saman og er nógu gaman að henni. Það var einu sinni gamall maður í Kóreu, segir sagan. Hann átti sér töfrastein, sem hann hafði þegið af vegfaranda aö launum fyrirgreiða. Einn dag hvarf steinninn, og hund- ur gamla mansins og kisa lians lögöu sjálfkrafa upp til aö leita aö honum, því þeim þótti eins mikiö fyrir steininum og húsbónda þeirra sjálfum. Þau fundu loksins steininn eftir langa leit og þrautir, og sneru síð- an heimleiðis. Þau áttu yíir á aö fara, þá sagöi hundurinn kisu að hún skyldi láta steininu upp í sig, skríöa á bak honum og hann skyldi svo synda yf’r um með hana. Þegar þau voru að fara yf’r um, sáu börn nokkur til þeirra og fóru að veltast um og hlægja aö þeirri skoplegu sjón. Þessu reiddist hundurinn, af því hann varð að hafa sig allan við til að komast áfrani meö kisu á bakinu, en kisu varð heldur en ekki skernt, því hún sat skraufþurr og í mak- i.ndum á bakinu á honum, og riöaöi öil til af hlátri, svo að hundtetriö kaffærÖist og varö aö gleypa vatniö ofan í sig til aö verjast köfnun. Viö það gerðist kisu enn kátara og hló svo dátt, að hún misti steininn út úr sér ofan í ána. Þá heldur sagan áfram aö segja frá því að hundurinn gafst enn þá bezt og fann aftur steininn meö því að ná fiski, sem vildi svo til aö steinninn var innan í. En hundur- inn hefir alla tíð síðan borið óþokka til kisu og hann hefir gengið í erfð til niðja hennar. Tveir gáfuvargar. Svíar hafa gaman af aö segja sögur af höfðingjum og tiginbornum mönn- um í sínu landi, þeireru yfirleitt kátir og mjög hæðnir og engar höíðingja- sleikjur, og þar um bera sögurnar vott; þær eru ef til vill ekki ýkjulausar, þó sannar eigi að vera. Þessi er ein: Greifi nokkur var boðin á næsta höfuöból og fór af staö aö heiman í vagni. Brú var yfir aö fara á leiöinni og var svo rftð fyrir gert, að öku- sveinn skyldi snúa þar aftur nieð vagn og hesta og greifinn fara fótgang- andi það sem eftir var leiöarinnar, með því að brúin var svo hrörleg, aö lífshætta var aö keyra yfir hana. Þegar skamt var á veg komið, sofnaöi greifinn, er hann vaknaði, spurði hann hvaö langt væri aö brúnni. ,,Brúnni?“ spurði ökumaður. ,,Við erum komnir yfir hana fyrir löngu!“ ,, Bjálfi geturðu verið. Ef húri hefði brotnað r.iður með okkur þá hefð- um viö drukknað, og þá skyldi eg svei mér hafa skotiö kúlu gegnum haus- inn á þér“. ,,Já þá veit eg hvað eg hefði gert. Eg hefði undireins sagt upp vist- inni“, svaraði ökumaöur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.