Syrpa - 01.03.1912, Blaðsíða 47

Syrpa - 01.03.1912, Blaðsíða 47
173 IIVAR ER JÓHANN ORTH? um. Óþarft er að geta þess að ríki þetta var ekki leugur til. Stuttu eftir dauöa föður síns út- skrifaðist Jóhann úr hermannaskóla og fór til hirðarinnar í Vínarborg. Brátt bar á því að hið unga glæsi- menni bar af öðrum að andlegu og líkamlegu atgervi, var einnig sjálf- stæðari og staðfastari í skoðunum en títt var unt jafningja hans. Allir dáðust að þessuni unga manni. Fjölhæfni hans var frábær. Fagur vöxtur og konungleg fram- ganga var í samræmi við samboðið andlegt atgjörvi. Efnafræði og önnur vísindi voru yndi hans; skáld var hann gott og gaf út hefti nokk- ur undir gerfinafninu: Jóhann Or.th; voru ritdómarar sammála um að lúka á þau lofsorði. Tónsmíðar hans áunnu honum einnig frægð,dg má enn finna margar þeirra í söfn- um þeirra. er tónlist unna. Tveir valsar er hann samdi, voru leiknir á öllum dönsum við Vínarhirðina árið 1882, og söngleikur eftir liann kallaður ,,Die Assassinen“, var oft sýndur við hirðleikhúsið. Lista vel lék Jóhann á hljóðfæri, einkanlega píanó, og lét honum alt jafn vel, sorgarsöngvar og gleðilög. Prinsinn átti sér höll eina, erhann hallaði Orth-höll; stóð hún á hólma í Gmundenvatni. Á fögrum kvöld- um mátti jafnan finna hinn unga höfðingja við hljóðfæri sitt í sölum er út að vatninu vissu, lék hann þá uppáhalds lög sín. ,,Ó þeir himn- esku tónar!“ er haft eftir konu, er var vinur hans áþeimárum. ,,Hver má gleyma þeirri list. Eg man svo vel margt sumarkvöld, er sál hans virtist birta sínar instu hugrenning- ar á guðamáli hljómanna. Oss fanst eyjan töfruð og tónar frá hulins- heimum breiða dularblæju yfir ná- grennið“. Engin hirð er glæsilegri en hirð Austurríkiskeisara,og við dansveizl- ur keisarans bar Jóhann hertogi af öllum þeim glæsilega skara, er þar varsaman kominn. Finstsumum er til hans þektu þá, að hugur hans hijóti oft að hafa reikað til baka til þeirra tíma, er allra augu fylgdu hverri hreyfingu hans íhinummikla Rittersaal í keisarahöllinni. Eftir burtför hans fanst mörgum hljótt um sali. Og er hann var við hirð- ina var tíðast stíginn vals við tón- lög hans. Enn þann dag í dag eru við hvern hiiðdans leikin eitt eða fleiri danslög hans. Hljóta ekki tónar þeir að vekja viðkvæmar end- minningar hjá fleiri en einni af þeim, er á dögum Jóhanns voru glæsi- meyjar hirðarinnar? í þann niund, sem hertoginn var á frægðarferli sínum, var n-ikið um dularfull fyrirbrigði rætt vib hirðina. Andatrúarmabur einn frá París, Bastien að nafni, var að sýna list sína í Vínarborg, og þótti mörgum mikið um mátt hans og töldu hann kalla fram framliðna. ,,Bastien þessi er ómerkilegur loddari“, var skoðun Jóhanns h«r- toga. Lét hann það í ljósi við Rudolphríkiserfingja,þann ernokkr- um árum síöar lá dauður íMeyerling, hvort það var af sjálfs völdum eða annara,eralmenningi ekki kunnugt. Prinsarþessir,sem segja má að riðnir séu við dularfyllstu æfintýri síðustu aldar,lögðu saman ráð sín, að koma upp um Bastien. Þeir komu á galdramót hans eitt, er hann taldi sig leiða fram hershöfðingjann fræga Rádetzky. Svipur Radetzkys hul- inn ljósri skikkju var að segja frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.