Syrpa - 01.03.1912, Page 50

Syrpa - 01.03.1912, Page 50
176 SYRPA eins g'læsimenni kærir sig tæpast um stúlku í minni stö8u“. En gesturinn gleymdi ekki Ioforði sínu. Hann kom ekki einu sinni, heldur oft, og fór Stubel og konu hans aS þykja æskilegt aS fræöast frekar um hagi hans. Gesturinn var jafnan fáorður um hagi sína. Hann var námsmaöur og hét Jóhann Orth. Annað vildi hann ekki segja. Þó kvaðst hann eiga heima í Gmun- den og þangað sendi Ludmilla bréf til hans. Það vildi svo til að Stubel átti frænda í Gmunden er Max Malher hét og kom hann oft til Vínar. Gmunden var smábær og takli Stubel víst að fraendi sinn myndi þekkja Jóhann Ortb, ef hann ætti þar heima. Skömmu síðar kom Mahler til Vínar. ,,Max“, sagði Stube). ,,Þú hlýt- ur að þekkja til allra, sem í Gmun- den búa“. „Líklegt væri það“, var svarið. ,,Þar hefi eg alið allan minn aldur“. ,,Hvað getur þú frætt mig um mann einn, Jóhann Orth, aö nafni?“ ,,Jóhann Orth? Hans heíi eg aldrei heyrt getið“. ,,Þó segist hann búa í Gmunden“. ,,Hann hlýtur þá að vera nýflutt- ur þangað“. ,,Þvert á móti segist hann hafa búið þar um mörg ár“. ,,Þá lýgur hann. Eg-þekki alla þá sem búið hafa í Gmunden um langt skeið“. ,,Ertu hárviss. Mér þætti ilt að standa hann að lygum. Hann hefir tíðlega komið að heimsækja Lud- millu“. • ,,Hvað um það“, svaraði Max frændi. ,,Eg get ekki betur séð en að hann sé að gabba ykkur. Orth- kastali stendur ekki alllangt frá Gmunden og þar býr Jóhann her- togi Salvador. Maður þessi hefir auðsjáanlega tekið sér nafn hertog- ans ogbætt l.ar við heiti kastalans“. Stubel líkaði fregn þessi ekki sem bezt. Jóhann orth vandi kom- ur sínar enn til húsa hans,en ekkert varð uppvíst um hið rétta nafn gests- ins. Foreldrum Ludmillu fór ekki að verða um komur hans og ástmey hans ein trúði enn á drenglyndi hans. Það bar við um þetta leyti að op- berar heræfingar fóru fram í Vín- arborg. Ludmilla bað Jóhann Orth að fylgja sér til mótsins, en hann færðist ur.dan og kvaðst eiga við bundið þann dag. Fór nú ástmey hans að gruna að hann væri sjálfur hermaður. Til að fá fulla vissu um þetta fékk hún foreldra sína til að taka sér stað,þaðan sem gott var út- sýni yfir fylkingarnar. Eftir nokkra bið, kom keisarinn fram og sveit hans. Þekti Ludmilla brátt elsk- huga sinn meðal þeirra. ,,Faðir minn, sérðu hann ekki?“ kallaði hún til föður síns og benti á einn riddarann. Þar sat Jóhann Orth í glæsilegasta skrautklæðnaði. ,,Hver er riddari þessi?“ spurði Stubel viðstaddan, og benti á gest- vin sinn. ,,Þessi maður! Jóhann erkiher- togi Salvador“, var svarað. ,,Þá er æfintýri þínu lokið Lud- milla“, var það eina er karlinn sagði. Hvorugu þeirra kom til hugar að maðurinn, sem mest glæsimenni þótti við hiröina, kærði sig hót um fátæka kaupmannsdóttur og þóttust gjalda grimmilega trausts síns, en flærðar hertogans. Að morgni kom Jóhann orth aö

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.