Syrpa - 01.06.1912, Side 6

Syrpa - 01.06.1912, Side 6
196 SYRPA hrygga er svo undurfögur. Hún minnir mig á hina dásamlegustu minning liðins tíma. Og meðan þyturinn hvein í blöðunum, rifjaði pálminn upp fyrir sér viðburð iöngu liðinna alda. Tvö stórmenni fóru þar um eyðimörkina. Það var drotningin frá Saba og Salómon konungur hinn vitri. Hann var að fylgja henni heim á leið, oghér ætluðu þau að skilja. — Til minja um þessa stund,mælti drotningin, sái eg döðlukjarna hér í jörðina; og eg mæli svo um að upp af honum spretti pálmi, sem vaxi og þróist: unz Gyðingar eignast þann konung, er meiri sé en Salómon. Og sem hún hafði þetta mælt, sáði hún kjarnanunt og vökvaði nieð tárum sínunt. — En hvernig víkur þvt við,að mér keniur þetta í hug einmitt í dag? — spurði pálminn sjálfan sig. Getur það hugsast, að þessi flóttakona sé svo fríð, að hún minni mig á hana, sem fríðust var allra drotninga — þá konu, sem með ummælum sínum réði tilveru minni, lífi og þroska til þessa dags? Þyturinn fer vaxandi í blöðum mínum, og hann er angurblíður eins og lfksöngur., Engu líkara en að þau séu að spá feigð einhvers. En gott er til þess að vita, að ekki getur slík spá átt við mig, sem er ódauðlegur. Það hlutu að vera flóttamennirnir, sem þytur- urinn spáði feigð, hugsaði pálminn. Endu hugðu' þau sjálf, maðurinn og konan, að ekki gæti hjá því farið, að þeirra síðasta stund væri í nánd. Það var auðséð á yfirbragði þeirra, er þau fóru fram hjá úlf- alda-beinagrindum, sem lágu þar við veginn; og á augnaráðinu sem þau gutu til hræfugla tveggja, er flugu framhjá. Við öðru var ekki að búast. Þau h 1 u t u að farast. Þá komu þau auga á pálmann og grastóna í kring og flýttu sér þangað, í von um að finna þar vatn. En þegar loks þangað kom, hnigu þau niður af þreytu og örvænting — því að lindin var þornuð. Konan lagði barnið frá sér og settist grátandi við lindarfarveginn; en maðurinn fleygði sér niður við

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.