Syrpa - 01.06.1912, Blaðsíða 64
254
SYRPA
hjli okkur á morgun eöahinn
dagfinn. Nú með því að
rauðaviðar líkkisturnar eru
dýrustu munirnir hjá okkur,
þá dyrfist e" að biðja þig að
g'eyma þessa í þínum hýbýl-
um, þangað til fjárnám er
afstaðið. Eg treysti þér til
að gera inér þann greiða,
góði vin. Eg ætla að koma
öðrum fyrir í herbergjum hjá
kunningjum okkar beggja.
Alla tíma þinn,
Sergius Bobinskv
DRAUMUR.
Það var í september 1910, er mig
dreymdi draum þann er hér fer á
eftir. Eg hafði þá lesið eitthvað um
það í dagblöðunum að halda ætti
minningarhátíð Jóni heitnum Sig-
urðssyni til heiðurs. Ekki var mik-
ið um þetta rætt meöal vor , ,Tanga-
búa11'*'), og eg sjálfur lét mig það
litlu skifta. Eg hefi í sannleika
sagt, alt af haft sáralítið dálæti á
þessum pólitísku stórmennum, enda
þótt þau tilheyrðu minni eigin þjóð.
Þetta sem eg las um undirbúning
liátíðarinnar hreif mig því á engan
hátt.eða festist neitt verulega í huga
mínum. Frá þessháttar áhrifum
getur því ekki draumur þessi stafað.
Það skal enn fremur tekið fram,að
eg sá aldrei Jón heitinn Sigurðsson
í lifanda lífi, en að eins nokkrar
myndir af honum er voru í öllu veru-
legu mjög líkar hvor annari. Mynd
þá af Jóni er kom i ,,Nyjum Kvöld-
vökum“ sá eg eigi fyrr enn mörg-
um mánuðum eftir að mig dreymdi
drauminn, —en einmitt í því gerfi
birtist hann mér í svefninum. Af
því varð mér erfiðara að þekkja
hann, en ella.
*) Við Wiunipegosis-vatn.
Eg þóttist vera staddur í stórhýsi
einu. Það sneri frá austri til vest-
urs. Breidd hússins fanst mér að
ekki myndi vera yfir25 fet,en lengd-
in var afskapleg. Það var fagur-
lega skreytt að innan, og uppljóm-
að með ljósum, þó ekki nema til
endannu. Um miðbikið alt var liálf-
rökkur. Nótt var ylir jörðu. Þar
var fjöldi fólks samankomin og hélt
það sig alt í austur og vestur enda
byggingarinnar, þar sem birtan var
mest'; en á hinu auða svæði sást
engin mannvera á ferli. Mannfjöld-
inn var miklu meiri í austurendan-
um, og þar virtist vera miklu meiri
gleðibragur á öllum, enda hélt eg
mig allnærri þeim hópnum, ogveitti
honum því nánari eftirtekt.
Eg vissi að fólkið var hér saman
komið til að halda hátíðlega minning
Jóns Sigurðssonar, og alt var það
prúðbúið.
í hinu auða rúmi, og skamt frá
eystri hópnum, sá eg sitja aldraðan
mann út við norður-hliðvegg bygg-
ingarinnar. Sá hafði silfurhvítt
skögg og hár. Svipurinn fanst mér
dapur,raunalegur og eins og líðandi.