Syrpa - 01.06.1912, Blaðsíða 13
VORHRET
203
meS okkar börnum, eins og þú getur
skilið.”
“Nei, þa'ö dettur mér ekki í liug.
Eg hefi hugsa'ð mér a'ð hann gæti lært
eitthva'ð í kverinu í sumar, þegar hann
er yfir ánum. og svo i fjósinu í vetur.
Eg bið hana Helgu gömlu að lilýSa
honum yfir, hún er heldur lagin viS
þessi tornæmu börn. Og þótt hann
kunni ekki alt kveriS svo vel, þá tek
eg ekki hart á því, þegar hann er hér
á heimilinu.”
“Já, þaS er alveg rétt, sem þú segir,
en mundu eftir því aS gefa ekki eftir
af me'ðlaginu. Eg held að hreppurinn
sé ekki of góSur til að horga þessar
40 krónur. Þa'ð er ckki svo litið ó-
mak sem þú hefir í þessari hrepps-
nefnd, þótt þú reynir a'ð hafa eitthvaS
upp úr því.”
Veturinn hafði veri'ð óvenju harS-
ur. Fyrir vetumætur höfSu komið
hríSar og höf ðu mcnn þá alment teki'ð
fénaS sinn í hús og á gjöf. En þaS
var óvenju snemma, því aS oft var
þaS aS fullorðnu fé væri ekki gefi'ð
teljandi fyr en um jól. Var því ekki
undarlegt þótt mörgum hóndanum lit-
ist ekki sem bezt á ásetninginn. Og
þótt flestir væru hættir aS “setja á
guS og gaddinn”, eins og gömlu menn-
irnir komust að orði, þá vildi þaS all-
oft koma fyrir, aS bændur urSu hey-
lausir, og það jafnvel í allgó'ðum
vetrum. Þeim.leizt því ekki á útlitið,
þegar þeir þurftu að taka hverja
skepnu á fulla gjöf meS vetrarkomu.
Surnir, sent varfærnastir voru, skáru
nokkuS af heyjum, eSa létu í burt, til
þess að búa sig sent bezt undir, ef
harSindin liéldust og illa færi. En
hinir voru þó fleiri, sem létu sitja viS
þa'ð sem komi'ð var, og ætluSu að láta
kylfu ráSa kasti, ltver endalokin yrSu.
En þó voru þeir ekki áhyggjulausir.
En þeir létu sem minst bera á kviSa
sínum og reyndu aS hugga sig viS þá
von, aS veturinn yrSi ekki sent
verstur, þótt liann settist svona
sttemma aS um haustiS.
En eftir því sem lengra leiS fram á
veturinn urðu bændurnir daufari og
áhyggjufyllri og þyngri í spori þegar
þeir gengu á milli fjárhúsanna meS
rekuna í hendinni og moSpokann á
bakinu, og barSindin héldust hin
sömu.
Lausamenn, þorparar og borgarlýS-
ur þekkja ekki þær áhyggjur og þann
kvíSa, sem eru sifeldir förunautar
bóndans þegar illa vi'ðrar á veturna.
Fljótt á aS líta fer ekki miki'ð fyrir
mönnum í bóndagerfinu, þegar þeir
klæddir vetrarklæSum sinum og sv^
dúSaSir aS varla sést í andlit þeirra,
og svo þegar hríSin og frostiS brasa
alt saman og klakahúSin hylur þá aS
mestu, þá er ekki gott fyrir ókunnuga
a'S dæma manngildi þeirra eftir út-
litinu, allra sízt i fljótu bragSi.
En þá þarf ekki nema að líta i augu
þeim til þess að sjá, aS þaS er ekki
fyrir hinn fínni hluta mannanna aS
feta í fótspor þeirra og halda upp
baráttunni vi'ð tryld náttúruöflin í
vetrarharSindunum. Brúnin er skörp
og augun snör, þótt þau sýnist stund-
um hálf daufleg og þreytuleg. Þeir
hafa orSi'ð miklir í brúnum og svip-
ýrSir af því að horfa inót frosti og
fjúki vetur eftir vetur frá barnæsku.
Þeir hafa þurft aS horfa í hríSina
æðistrylda og ofsafengna, og þeir
hafa þurft aö hleypa í brýrnar til þess
aS hlífa augunum. Þeir hafa orSi'S
lotnir í herSum af þvi aS strita gegn
byljunum. Þeir hafa þurft aS feta