Syrpa - 01.06.1912, Blaðsíða 10
V O R H R E T
smásaga e-ftir
JÓHANNES FRIÐLAUGSSON.
Sólin skein inn um gluggann.
“FarSu nú aö vakna! Vaknaöu,
vaknaöu! Klukkan er oröin tíu, og
þú gleymdir í gær aö búa þig undir
daginn í dag me‘ö ræöuna.”
Hað var prestskonan á Stað, sém
var að v ekja manninn sinn með morg-
unkaffinu á sunnudaginn í þriðju v ku
sumars. Annars var hún æfinlega
kölluð “frúin”. Hún leið aldrei heim-
ilisfólkinu að kalla sig annað en
“frúna” eða þá frú Sigríði. En af
því að það var lengra, kölluðu menn
hana bara “frúna”. Og þegar talað
var um hana á bæjunum í kring, var
hún æfinlega köl!uð “Staðar-frúin”
eða “frúin á Stað.” Það voru rétt
cinstöku strákar, sem höfðu það til að
kalla hana “öskufrúna” eða “griðkonu
frúna”. Iiún hafði verið eldhús-
stúlka hjá séra Pétri fyrsta sumarið,
sem hann var prestur á Stað.
Hún sagði að vísu vinstúlkum sín-
um, að hún hefði verið ráðskona. En
það var þó leyndarmál, sem allir í
sveitinni vissu, að móðir prests'ns réð
öllu á heimilinu það ár, og í raun og
veru alla þá tíð. sem hún lifði, þótt
séra Pétur væri giftur. Það var sagt,
að hún hefði einlægt litið heldur smá-
um augum á tengdadótturina. Ráðs-
mennska frúarinnar hafði þá, eftir
því sem kerlingarnar sögðu, að eins
náð yfir eldhúsverkin fyrsta árið, og
þess vegna hafði öskufrúar nafnið
fest við hana. Seinnipart vetrar hafði
svo verið farið að lýsa með ungfrú
Sigríði Grímsdóttur á Stað og séra
Pétri Jónssyni samastaðar. Og um
sumarmál giftu þau sig, til mikillar
gremju fyrir flestar heimasæturnar í
sveitinni, því að á rneðan að séra Pét-
ur var ógiftur, vonuðu þær allar, að
þeim mundi takast að verða þe'rrar
hamingju aðnjótandi að verða frúin
á Stað. En svo kom það fyrir, að hún
Sigga á Stað tók bitann frá munnin-
um á þeim öllum. ‘íHún langa Sigga
—hún mjóa Sigga — ösku S'gga. Sig-
ríöur, sem átti ekkert. ekki einu sinni
fötin utan á sig. Og svo hafði hún
verið trúlofuð áður, víst einum tvisvar
sinnum”, sögðu þær sem reiðin sauð
mest í út af öðru eins hneyksli og því
að hún skyldi vera oröin frúin á Stað,
eins og þær komust að orði. Þær gátu
varla um annað talað fram eftir sumr-
inu, en svo fór það að dofna. En svo
fékk það aftur fæturna á jólaföstunni.
þegar prestshjónin eignuðust hann
—Jón litla. “Já, ekki nema 32 vikur
eftir gift nguna. Nei, 32 vikum og 4
dögum frá giftingunni”, sögðu þær
sem bezt voru að sér í reikningnum.