Syrpa - 01.06.1912, Blaðsíða 20
210
SYRPA
tíðardaginn væri, þcgar þc'r virtu
fyrir sér útlitið, og sáu þær voöa af-
Ieiðingar, sem yrðu, ef það kæmi liart
liret.
Allir voru búnir að sleppa geldfé
sínu og flestir ám sinum lika, enda
• hafði ekki verið annars úrkosta, því
að rieyin vortt engin. Og þar eð all-
gúður gróður \ar kominn, þá var
betra að láta þær eiga sig, heldur en
að halda þcirn við hús, þegar ekki var
hægt að gefa þeim. Og nú voru þær
óvisar, hér og þar á dreifing', að visu
í heiœahögum, en það var samt ekki
hlaupið að því að hafa þær saman og
konta þeim heim. Og hvað beið þeirra
svo heima? Tómar tóftir og væntan-
• lcgt hungur, ef hretið stæði no' kuð
yf'r. Pannig var útlitiö hjá flestum.
Að cins örfáir, sern áttu nóg hey, og
sent gátu verið ókvíðnir um bústofri
sinn, þótt þeir fengiu nokkurra daga
hret.
*t 7-egar fyrsti magnleysis-kvíðinn og
vonleysis hugsunin var lið'n hjá, var
byrjað á baráttunni. Allir karlmenn,
sem vetlingi gátu valdið, lögðu á stað
út í hríðina til þess að reyna að
bjarga fénu heirn í húsin, ef að hríðin
skyldi harðna þegar á daginn liði.
Siggi litli haföi korniö að Stað á
Iaugardaginn fyrir hvítasunnu. Hann
hafði hlakkað mikið til þess aö hafa
vistarskiftin. Að visu hafði liann átt
gott á Yzta-Bakka. Það eina, sem
lionum haföi fundist vera að, var það,
að hann fékk ekkert að læra. En það
var það, sem hann langaði svo undur
mikið til. Hann gat varla heitð læs
enn þá, og að eins rétt byrjaður að
draga til stafs. En nú hlaut það að
lagast, fyrst hann ætti að fara til ,
prestsins. Svo hafði líka gantli Jón
;agt honum það, að nú ætti hann að
fara t l prestsins og Iæra einhmver ó-
sköp. það yrði munur eða hjá sér, um
Ieið og hann hafði skýrt honum frá
væntanlegum vistaskiftum. En þó
hafði það heldur dregið úr ánægjunni
að Jón hafði einhvernveginn verið svo
e'nkennilcgur í málrómnum þegar
hann sagöi honum frá þessu. Að fara
til prestsins og læra hjá honum. Hví-
líkt lán ! Svo hátt hafði hann aldrei
bugsað sér að hann kæmist. En lnað
hann skyldi vcra þægtir og hlýðinn.
Hann skyldi alveg hætta aö leika sér
og cinlægt vera við lærdóm'nn. Og ef
prestuíinn eða’ frúin bæði liann að
gjöra eitthvað, hvað ltann skyldi þá
gjöra þaö fljótt og vel. Aldrei mætti
hann stríöa börnunum eða vinnukon-
unnm, og æfinlega umyrðalaust bera
ösltuna eða skólpfötuna út úr eldhús-
inu, ]},í að í raun og veru geröi hann
það fyrir prestinn. Aldrei skyldi hann
segja ljótt, þvi að það mætti prestur-
inn aldrei heyra t 1 barnanna. Og
hann mætti heldur aldrei hugsa ljótt,
máske presturinn sæi ]}að líka. En
hann bar kvíðboga fyrir þvt, að það
mundi ekki ganga vel, því hann inundi
svo þrásimrs eftir því, að þegar hann
liafði verið að reyna að hugsa ekki
ljótt. þá hafði einmitt eitthvað ljótt
komið fram í huga hans, og þótt hann
hefði ]}á farið að lesa bænlrnar sínar
og faðirvor, þá hefði ]}að ekki viljað
duga. Einlægt hafði svarti Ijóti karl-
inn n'ðri í jöröinni cinhvern veginn
slæöst inn á rnilli bænanna, ogstundum
hafði hann ekki vitað fyr en liann
hefði veriö búinn að gleyrna versinu,
sem hann var að lesa, og stöku sinníum
hefði, hann ekki vitað fyrr en hann
var byrjaður á vísunni um karlinn í
klöppinni eða þá urn grýlu. Og þá
hefði hann, til að bæta fyrir þetta,
lesið bænirnar helmingi oftar. En nú
inætti hann akirei láta slíkt kofna fyr-