Syrpa - 01.06.1912, Blaðsíða 12

Syrpa - 01.06.1912, Blaðsíða 12
202 SYRPA næring, sem hann haf'öi aö bjóða söfn- uðinum í Staðarþingum. Eftir litla stund fann prestur við- eigandi ræðu, og þegar liann var bú- inn að lesa hana yfir og stryka yfir nokkrar setningar, lagði hann ræðuna innan í handbókina og lagði hana svo ofan á í skúffuna. Svo náði hann sér í löngu reykjarpipuna, fylti hana af tóbaki og kveikti síðan í henni, hall- aði sér svo aftur á bak í stólnum og blés reyknum hægt upp í loftið. Litlu síðar kom frúin inn. “Mikið verö eg feginn, að hún Stína, stelpan, fer frá okkur um skil- dagana. Hún brýtur og skemmir ein- lægt eitthvað á hverjum degi. Sein- ast rétt núna glopraði hún úr löppun- um á sér og ofan á gólf undirskálinni sem við höfðum til að gefa kettinum í, og um páskana mölvaði hún skálina hans Bjössa.” Frúin fór að laga til í húsinu. Prestur hrökk upp úr hugsunum sín- um og sneri sér við i stólnum og segir: “Varstu nokkuð að segja, kona?” “Og það var nú lítið, eða ertu bú- inn með ræðuna?” “Já. Eg hefi eina af þeirn gömlu; liún er fullgóð handa þeim i dag, það verða varla svo margir við kirkju. En, heyrðu annars, eg var nærri bú- inn að gleyma að segja þér, að það verður hérna hreppsnefndarfundur í dag, og þú verður líklega að hafa eitthvað handa þeim að borða, því að eg býst við, að þeir tefji hér fram undir kvöld.” “Hvað segir þú, maður ! Á að halda hreppsnefndarfund núna? En þessi átroðningur og gestagangur við þessa fundi, og sem maður fær aldrei neitt fyrir.” “Já, þú segir satt., En eg verð að þola það. Ekki þætti mér betra að þurfa einlægt að hlaupa á þessa fundi, máskc annan daginn út að Grund til gamla Sigurgeirs, cða þá fram að Brekku til hans Grims. Og svo er líka eitt; þeir standa aldrei eins upp i hárinu á mér heima i mínum eigin húsum, þegar eg gef þeim að eta og drekka. En viltu annars ekki setja þig niður? Eg þarf að minnast á eitt við þig, sem eg hefi verið að hugsa um núna að undanförnu. Eins og þú hefir máske heyrt, þá fer hann Sigurður litli frá Yzta-Bakka í vor, því gamli Jón vill ekki hafa liann nema hann fái sama meðlag með hon- um og hann hefir fengið ; en það er 40 krónur. En nú finst okkur hrepps- nefndarmönnunum óþarfi að gefa svo mikið með stráknum, úr því að hann er orðinn 13 ára og er duglegur til vinnu, að okkur er sagt. Við ætlum því að taka hann frá Jóni gamla og koma honurn niður annarstaðar og um það ætlum við að ræða í dag á fund- inum. En nú hefir mér dottið til hug- ar, hvort viö ættum ekki að taka hann. Eg býst jafnvel við, að eg geti fengið hann með sama meðlagi og nú er lagt með honum, ef eg lofa að koma honum á framfæri næsta vor. Og við höfum nóg handa honum að gjöra. f vor get- ur hann verið með Birni við lamb- ærnar og svo læt eg hann sitja ærnar í sumar á nóttunni, og í vetur getur hann verið í fjósinu með gömlu Helgu. Hvernig lízt }>ér á þetta?” “Já, ef við fáum 40 krónur með honurn og getum látið hann sitja ærn- ar og vera i fjósinu, þá er eg með þvi að taka hann. En ætli hann sé ekki óttalcga tornæmur eins og allir þessir ómagar, og ætli allur tíminn gangi ekki í það að kenna honum kverið ; og ekki þoli eg það, að láta hann læra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.