Syrpa - 01.06.1912, Side 15
VORHRET
205
verða heylausir. Þá eru þaö þeir,
seni forða sveitunum frá cvðileggingu.
Kn féna'Surinn gekk illa undan þctta
vor.
Þcir. sem orönir voru heylausir eða
heylitlir, höfðu sýnt skepnum sínum
hart scinnipart vetrar, og sumir allan
veturinn, og það var verst farið.
Svipurinn var daufur og ýröur, ullin
hæld og óhrein, og skepnurnar eins og
allar gengnar inn í sjálfar sig, ó-
styrkar í göngulagi og hnotgjarnar
og dettnar í rekstri, og seinar í öllum
hreyfingum, kulvísar og kvillasamar.
Það var auöséö, aö það heföi ekki
mátt sýna þeim meiri hörku, ef þær
heföu ekki átt aö týna tölunni aö
miklum mdn, og beinlínis falla úr hor.
En nú vonuöu menn. aö alt færi þo!-
anlega, fyrst þaö batnaöi svona
snemma, — ef ekki kæmi hret. Þaö
cru vorhretin, sem svo oft hafa höggv-
iö svo tilfinnanlegt skarð í bústofn
bændanna, og sem gjörir þaö aö
verkum, aö vorvonir Jteirra eru svo oft
daprar og á reiki, því að lengi er það
fram eftir vorinu, sem þeir geta átt
von á hretum, og á meðan geta þeir
ekki glatt sig við það hvernig barátt-
an yfir veturinn og fyrirhöfn þeirra
öl! tnuni taka enda.
En þaö var eins og veðráttan þetta
vor væri svo einmuna góð og hagfeld,
að menn gátu vaíla kosiö sér betra.
Þaö var eins og hún vissi, að mót-
stöðukraftur bændanna vært þegar á
þrotum, og að hún mætti ekki sýna
verri hliðina á sér. Og það var óhætt
að segja, að menn mundu naumast
eftir betri Hörpu. Nú var komið í
þriðju viku. surnars og hver dagurinn
hafði verið öðrum betri.
Sauðburður stóö nú yfir og mátti
lieita að hann gengi vel hjá flestum.
Að vísu var allmikill lambadauöi hjá
mörgum þetta vor. Ærnar mjólkuðu
illa, og sumar báru sléttum kviða, eins
og fjármennirnir komast aö oröi. Það
var því kyrkingur í lömbunitm, og á
stöku bæjum mátti farga lömbum til
þess aö ærnar gætu haldið lífinu.
Það var kominn ágætur gróður, tún
orðin algræn og engi og úthagar
íarnir aö grænka, viður allaufgaður
og gcldfénaður búinn aö taka ágætuni
bata. Bændur voru búnir aö vinna á
túnum sinum að miklu leyti og búnir
að stinga út úr húsum, kljúfa taöiö og
hreykja því, og einstöku búnir að
bcra það saman í hlaða. Það leit
helzt út fyrir aö vorið ætlaði að verða
einmuna gott, bara að Skerpla yrði
nú eins góð og Harpa hafði verið.
Mcnn vortt nú búnir að taka upp sina
vana gleði og samgöngur allar farnar
að aukast og fundahöld byrjuð i sveit-
unum. Alt bar vott um nýtt lif og
aukna lifsglcöi hjá mönnum og
skepnum.
Fólkið var að tinast burtu frá Stað-
arkirkju fyrnefndan sunnudag. Veðr-
ið var hið bezta, sunnangola og þiða.
Messufólkið stóð i smáhópum kringum
bæinn á Stað, stunir túi i kirkjugarði,
sumir uppi í bæjarsundunum og svo
hér og þar á hlaðinu. Alstaðar var
fólkið að búa sig á stað, hafa sokka-
skifti og skóskifti. Karlmennirnir
voru að hnýta á sig hálsklútana, og
kvenfólkiö að stytta upp pilsin, eða þá
að hafa svuntuskifti, þær sem höfðu
þrer tvær, aðra til að hafa i k rkjunni
en hina ti! að ganga með til kirkjunn-
ar og frá henni. Sumar löguðu á sér
slifsin og hnýttu svo rauöum, gráum,
bláum, bleikum eða röndóttum ullar-
klútum utan um höfuðið, og sumar
lögðu svo stór ullarsjöl þar utan yfir,
einkanlega konurnar.