Syrpa - 01.06.1912, Page 16

Syrpa - 01.06.1912, Page 16
206 SYRPA Svo lög'ðu flestir á stað. ÞaS var farið að hvessa. Vindur- inn laumaðist inn undir svunturnar og belgdi þær upp og kastaði þeim svo til hliðar. Stúlkurnar reyndu að halda þeim kyrrum, en það var ekki nema stundar friður. Vindurinn kom aftur, svo hæglátur, en lymskufullur, rak sig á fæturna netta og smástíga, svo á pilsin, lagði þau í fellingar og teygði þau aftur eins og þau leyfðu, og kast- aði þeim svo fram og aftur og lék sér að svuntunum, reyndi svo að komast inn undir peysuermarnar og inn á bera handleggina, fitlaði við höfuð- klútana og lét hornin á þeim blakta. Svona lét vindurinn það ganga, þess- ar smáglettur, sem líktust mest ástar- glettum hálfvaxinna unglinga. Inni í stofunni á Stað sátu hrepps- nefndarmennirnir í Dalshreppi, þeir Sigurgeir á Grund, Grímur á Brekku og séra Pétur. Sigurgeir var hár maður, en lieldur grannlegur og orðinn lotinn í herðum. Hann var hniginn á efri aldur og orð- inn grár fyrir hæruin. Hann var stór- skorinn i andliti. Ennið lá hátt með stórum hofmannavikum. Nefiö var þunt og beint, og liður á þvi miðju, kinnfiskasoginn og lágu hátt kinnbein- in. Augun voru grá og lágu innar- lega, brúnamikill og loðbrýndur, skeggið mikið og hæruskotið. Grímur var yngri maður, svona á að gizka um fertugt. Hann var tæpur meðalmaður á hæð en all-gildvaxinn, hárið svart og frernur grófgert, ennið lítið, en vangarnir miklir. Nefið var stutt og snubbótt að framan, hakan ávöl og munnurinn nokkuð víður og varirnar þykkar og brettust upp þeg- ar hann talaði. Hann var holdugur í andliti og blóðdökkur, augun dökkleit og smá. “Jæja, oddviti góður, hvaö var það nú helzt, sem við þurftum að taka til athugunar í dag, sjálfan drottins dag- inn og rétt á eftir messu?” Það var séra Pétur, sem talaði, og beindi orðum sínum að Sigurgeir. Sigurgeir ræskti sig og tók síðan til máls hægt og stillilega: “Yður er það nú að mestu leyti kunnugt, þvi að ef eg man rétt, tók eg það fram í fundarboðinu, að aðal- verkefni fundarins væri að ráðstafa Sigurði litla á Yzta-Bakka, því að eins og yður er kunnugt, vill ekki Jón gamli hafa hann framvegis ef hrepps- nefndin lækkar meðgjöfina. En mér finst að það væri óhætt að lækka meðlagið. Það er eins og þér vitið 40 krónur. Drengurinn er nú orðinn 13 ára og duglegur eftir aldri, og mætti hafa gott gagn af honum við ýmsa snúninga. Eg gæti því ímyndað mér, að einhverjir vildu taka hann fyrir minna, við skulum segja 15—20 krónur. Jafnvel væri ekki óhugsandi, að einhverjir tækju hann fyrir ekki neitt í þessum vinnufólksvandræðum. Mér hefir t. d. heyrst það á honum Sigurði á Brandstöðum, að hann væri ekki ófáanlegur til að taka hann fyrir ekki neitt. Nú vildi eg bera þetta undir hrpepsnefndina í heilu lagi og heyra tillögur hennar um málið.” Séra Pétur sneri upp á yfirvarar- skeggið og horfði út í glugann. “Já, vinir mínir! Eg er nú rétt kominn úr guðs húsi, og hefi hugann við hina andlegu fjársjóði okkar mannanna; gengur mér því ekki vel svona í fljótu bragði að átta mig á þessum veraldlegu málefnum. Eg verð því að biðja yður, vinir mínir, að ráða mestu í þessu máli, enda þekkið þið alt betur inn í þessar sakir en eg. Því í þessu tilliti er eg ekki nema

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.