Syrpa - 01.06.1912, Side 24

Syrpa - 01.06.1912, Side 24
214 SYRPA ' mátti til með að reyna að halda á- fram og vita hvort hann gæti ekki fundiö einhvern bæ. Hann reyndi aftur að standa upp, en hann átti mjög erfitt með það. Kraft- arnir voru þrotnir. Svo hljóp hann á stað, eitthvað út í hríðina. Fyrst á hlið við hana, en svo bara beint undan. Hann fór að hlaupa harðara. Honum fanst þreyt- an hverfa úr fótunum. Svona hélt hann áfram um stund. Hann gætti ekki að því að hann var kominn af mýrinni og upp á móana. Hann hélt áfram að hlaupa, þar til hann datt um þúfu; þá fyrst rankaði hann við sér. Hann ætlaði að standa upp, en mátt- urinn var þrotinn. Hann hneig niður aftur; þá grilti hann í eitthvað svart fram undan sér, og það flaug í huga hans einhver óljós hugmynd um það, að reyna að komast þangað. Tlann reis á fætur og skjögraði nokkra faðma, þá datt hann niður aft- ur. Hann reyndi ekki að standa upp, heldur skreið hann að þústunni. Það var moldarbarð. Flann skreið undir það og hnipraði sig í kuðung. Far var afdrcp fyrir mesta storminum og hríðarofsanum. F>annig sat hann um kyrt nokkra stund í hálfgerðum máttleysisdvala. En svo fór hann að finna til kulda, og þá var eins og hugsunin vaknaði aftur. Hann vissi nú að hann hlaut að liggja úti um nótina. En mundi hann lifa það af? Ætli hann dæi ekki? En var það svo hræðilegt að deyja? Hann rnundi eftir þvi, að Anna gamla hafði sagt honum að þegar rnenn dæu, einkanlega er unglingar og börn dæi, þá sendi guð engla sína til þess að sækja börnin og flytja þau upp til himna, og þá fengi þau að vera hjá guði og leika sér við englana og önnur góð börn. Og ef hann dæi nú i nótt, þá mundi hann finna hana mömmu sína hjá guði og pabba sinn og litlu systkinin sín, sem höfðu dáið þegar þau voru lítil, hann Nonni lith’ og hún Stína litla. Sérílagi mundi hann vel eftir henni Stínu. Hún hafði dáið úr barnaveikinni, þegar hún var á átt- unda árinu, en hann var tveim árum yngri. Honum hafði þótt ákaflega vænt um hana. þvi að þau höfðu æf- inlega leikið sér saman. En svo- hafði hún Iagst og dáið skömmu seinna, og þá hafði hann saknað hennar svo mikið, að hann hefði beðið mömmu sína að lofa sér að fara með henni. En þá hafði hún sagt, að hann gæti það ekki, en hann mundi einhvern tíma seinna fá að finna liana, ef hann yrði gott barn svo að guði þætti vænt um hann, og nú væri að líkindum kom- ið að því að hann fengi að finnna hana. En ætli að guð vildi nú taka hann? Hefði hann einlægt verið góð- ur? Og ekki var það nú. Hann hafði svo oft talað Ijótt og stundum verið ógegninn og jafnvel strítt hin- um börnunum og einstöku sinnum hafði hann skrökvað, og það var svo ótta'ega Ijótt. En skvldi nú guð fyr- irgefa honum alt þetta? Eða skyldi Ijóti karlinn undir jörðinni koma og taka hann? Það fór kuldahrollur um hann við þá hugsun. Hann mátti til með að reyna að biðja guð. Hann fór að lesa faðirvor og svo bænirnar sínar allar, og þegar þær voru búnar. fór hann með barnslegum orðum aö biðja guð að fyrirgefa sér alt, sem hann hafði gjört ljótt, og að lokum bað hann guð að senda éngil til þess að sækja sig. Nú fór hann ekki að þola við fyrir kulda. Hann ætlaði að reyna að standa

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.