Syrpa - 01.06.1912, Síða 30

Syrpa - 01.06.1912, Síða 30
220 SYRPA safna'ði hann liði niiklu -— hve miklu er bágt að segja, því arabiskir sagn- fræðingar segja það hafa verið um áttatíu þúsundir, en kristnir segja fleiri hundruð þúsundir — og hélt um sumarið 732 yf-ir Pyreneu fjöllin. Frakkland var ckki orðið eitt riki á þessum tíma. Pað sem við nú köll- um Frakkland, var þá saman sett af smá-konungsríkjum og hertogadæm- um, sem áttu svo í ófriði hvert viö annað. Hinir meróvinsku konungar réðu yfir Austur-Frökkum. Þeir voru núorðið ekki konungar nema að nafn- inu til. Ráðgjafar þeirra stjórnuöu fyrir þá — voru þeir því oft nefndir hertogar Austur-Frakka. Sá, sem nú gegndi þessu embætti, hét Karl Mar- tel. Hann var maður afar hraustur og hugrakkur, þaulvanur liernaði, því Austur-Frakkar höfðu allt af átt í illu við nágranna þjóðflokka sína. Þessi maður varð nú til þess að reka Ma- hometsmenn aftur suður fyrir fjöll. Sumir sagnfræðingar álita, að Karl Martel hafi ekki gert rétt í því að byggja sigurvon sína á einni orustu við aðra eins víkinga og Serkir voru. Heldur hefði hann átt að eyða liði þeirra með smá-áhlaupum. En það er líklegt, að Karl liafi ekki getað ráðið algerlega við lið sitt, því bæði fóru Serkir um sem villidýr, rændu, brcndu og drápu, svo hinir vildu sem fyrst hefna sín, og svo voru liðsmenn lians ekki vanir hermenn, og því óstýri- látir. Abderrahman lagði undir sig hvert héraðið eftir annað á Suður-Frakk- landi. Menn lians r;pndu öllu, sem þeir gátu haft á burt með sér, og drápu alla, sem reyndu að veita þeim mótstöðu. Af þessum sigurvinning- um fyltust þeir sjálfstrausti, en fengu hina mestú fyrirlitning fyrir mót- stöðumönnum sínum. Þeir héldu því lengra og lengra í norður, unz þeir komu að borginni Tours; þar sat Karl Martel fyrir þeim með liði sínu. Abderrahman sá, að ef til orustu kæmi, þá stæðu Serkir ver að vígi vegna þess mikla herfangs, sem þeir höfðu meðferðis. En hann þorði ekki að skipa liðsmönnum að skilja við það. Enn fremur mun hann liafa verið viss um sigur, og fundist lítið eitt myndi nægja til að tvístra liði Karls Martels. Það var víst nálægt Loire fljótinu, að óvinir hittust. Serkir byrjuðu or- ustuna. Gerði riddaralið þeirra hvert áhlaupið eftir annað á fylkingar hinna kristnu, en Frakkar stóðu sig vel og vörðust áhlaupum þeirra karl- mannlega; þessu hélt áfram þar til um sólarlag að rénaði orustunni. Um morgunimi var aftur tekið til óspiltra tnálanna. Riddarasveitir Araba reyndu með öllu móti að sundra liði Martels, cn þeim tókst það ekki. Þeirn veitti samt betur og voru komnir mjög ná- lægt því að brjótast gegnum fylkingar Frakka, þegar kallað var upp að ó- vinirnir væru komnir að baki þeim og væru að hafa herfang þeirra burt. með sér. Þetta þoldu Serkir ekki og þustu nú nokkrar sveitir að herbúðun- um til að bjarga herfanginu. Alt var þar í röð og reglu, engir óvinir í nánd. Höfðu þeir þv'í hræðst að óþörfu. Þegar meginherinn sá sveitir þessar leggja burt frá orustustaðnum, héldu menn þær væru að flýja, og leit svo út um tíma að alt liðið myndi halda á eftir þeim. Meðan Abderrahman var að koma skipulagi á fylkingar sínar, sem höfðu riðlast nokkuð við þennan gauragang, féll hann dauður. Þá snerist Aröbum algerlega hugur og lögðu allir á flótta, hver sem betur gat.

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.