Syrpa - 01.06.1912, Page 38

Syrpa - 01.06.1912, Page 38
228 SYRPA væri eigandinn aö þessum gömlu gripum, ef það væri mögulegt. Hann lagði hvorttveggja í gluggann á svefnhúsi sínu. Þetta varsnemma vors, og nótt farin aö lýsast svo a8 hann gat greint flest úr rúmi sínu, er þar var innanveggja. Hann lá vakandi í rúmi sínu um stund og var eigi langt liöiö á nótt er hann heyröi að gengið er aö hús- huröinni hijóðlega, og dyrnar opn- aðar meö hægö. Honum verður iitiö þangað og sér að inn kemur kona ein háogþrekvaxinogskraut- lega búin. Hún nam staöar um stund, og heyröist honum hún þefa í allar áttir. Því næst gengur hún fram aö glugganum, og hafði þar litla dvöi; en af því rúmið stóö ööru megin dyraogandspænisglugganum skygöi hún á hann að mestu leyti, og gat því prófastur ekki séö hvort hún snerti gripina. Svo snöri hún sér viö, og gfekk út eins hægt og hljóðlega sem áöur og lokaði dyr- unum á eftir sér. Litlu síðar aögætti prófastur hvort gripirnir væru kyrrir, en þá var hvorttveggja horfiö. Ekki hvaöst próf. vita meö vissu, hver kona þessi heföi veriö; en hug- boö fékk hann um, aö þaö væri Þor- björg kona Vermundar mjófa, bróð- ur Víga-Styrs; kvennskörungurinn mikli er bjargaöi Gretti Ásmundar- syni þegar ísfiröingar vildu taka hann af lífi. IV. Síra Páll Jónsson, síöast prestur í Viövík, og Hákon prestur Espólin voru hinirmestu aldavinir til dauöa- dags; enda voru þeir um langt skeiö báöir í sömu sýslunni. Þá var Páll á Völlum í Svarfaöardal, en Hákon Espólín á Stærra-Árskógi,bar fund- um þeirra því iðulega saman. Þaö var eitt sinn að þeir prestarn- ir ræddu sín á milli um ýms ,,dular- full fyrirbrigði“ og barst þá margt á góma eins og gjörist, þegar tveir vinir eiga tal saman, og enginn er áheyrandi. Þá sagði síra Páll frá því undra- verða æfintýri, sem hér fer á eftir. Þaö var seint á sumri; prestur var gengin til hvílu, og lá vakandi í rúmi sínu. Hann svaf einn í afþiljuðu herbergi. Borö stóð undir glugga skamt frá rúminu, og á boröinu stóö ljósastjaki meö kerti í,ogmjóik- urkanna. Þegar hann haföi legiö svona glaövakandi um stund, fer hann aö heyra manna-mál í fjarska, sem smá-skýröist, og virtist altaffærast nær og nær honum, eftir því sem tíminn leiö. Hann heyröi glögt aÖ það voru tveir menn aö tala saman. Hann heyröi þó aö eins oröa-skilin, en ekki hver oröin voru. Honum varö hálf bilt viö í fyrstu og skyldi síst í hvaö vera myndi. Úti var koldimm nótt,og alt heima- fólk hans fyrir löngu gengiö til náöa Þó var þaÖ ekki þetta, sem honum þótti kynlegast; heldur hitt, aö hljóðiö virtist koma neöan úr jöröu, — frá óþektum undirheimi? Seinast heyröist honum sem veriÖ væri að tala saman undir sjálfu svefnhúsgólfinu og sló þá geig aö honum um stund. En það varaöi ekki lengi, hann náöi sér bráölega aftur. Þá hætti samtaliö skyndilega, — en eftir örstutta stund er kveikt á Ijósastjakanum. Sér hann þá, að viö boröiö stendur maöur og kona, Þau voru honum algerlega ókunn.

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.