Syrpa - 01.06.1912, Page 54

Syrpa - 01.06.1912, Page 54
244 SYRPA þilinu og hætti ckki lengra frá mér en þrjú til fjögur fet. Eg rak upp llljó'Ö. “Ekki aö tapa staðnum,” sagöi Kellaw í hásurn rómi. “Settu hann á þig. Eg held eg sé að ráða gátuna,” æpti hann. “Hvar virtist fótatakiö hætta. ?” “Þarna”; ég benti á staðinn. Hann kraup á kné, kveikti á eld- spýtu og tók að skoða grandgæíilega þilið undir myndinni. Hönd hans titraði af geöshræringu og andlit hans var náfölt. “Ekkert óvanalegt hér að sjá,” tautaði hann. “Kellavv,” sagði eg. “Við höfum haft nóg af svo góðu í nótt, lagsmað- ur.” “Meira en nóg,” sannsinti hann og þrvsti höndum aö enni sér. “Eátum |)ó gott heita,” bætti hann viö. “Komdu; eg skal segja þér hvers eg yarð var, meðan við göngum niður ganginn.” Hann reis á fætur og við leiddumst aiiður ganginn. Við gengum liægt og •námum staðar hér og þar til aö snúa af rafmagnsljósunum. “Þ'egar söngurinn byrjaði,” hóf hann mál sitt, “virtist röddin berast gegnum þykkan vegginn. En hún færðist nær og virtist brátt fast hjá mér liinum megin við myndina. Þá heyrði eg fyrst fótatakið eins og dyr hefðu verið opnaðar fast hjá mér og einhver kornið inn í ganginn. Gct- urðu ímyndað þér nokkuð hryllilegra, draugajegra? Eg var of skelkaður til að hreyfa mig. Þú veizt hvað skeði eftir það. Söngurinn hætti snögg- lega—” “Ekki langt frá mynd Patricks Kellaw,” tók eg fram í. “Rétt er það,” sagði hann og þrýsti handlegg minn; hann var ó- styrkur af æsingi. “Við skulum ganga til rekkju,” sagði eg. “Bezt að geyma dagsljós- inu frekari framkvæmdir.” Kellaw fylgdi mér til svefnherberg- is míns. “Getir þú ekki sofið, þá hugsaðu uro þessar frekari framkvæmdir,” mælti hann. Hann var bersýnilega óstyrkur; geðshræringin var að verka á taugar lians. VTið dögurð viðurkendi hann að sér hefði ekki komið dúr á auga. “Eg gat ekki hætt að hugsa um Katrínu, veslinginn. Eg fór því á flakk klukkan sex og labbaði niður í þorpið og réði tvo trésmiði. Þeir byrjuðu að vinna klukkan sjö. Það er annað en létt að rífa þessar gömlu þiljur.” “Þú Iiefir ekki eytt tímanum til •einskis. Eigum við að standa yfir þeim meðan ]ieir rífa þilið ?” Hann hristi höfuðið ákveðinn. “Nei; cg gæti það ómögulega. Þeim vinst svo seint. Það væri kveljandi nð hanga yfir þeim. Við skulum reyna aö gera biöina ánægjulega, knnningi!” “Hvernig?” spurði eg. “Út á “golf” flötunum; ef þú ert á- nægður með það. Þar verða frægir lcikendur að verki í dag. Eigum við að fara? Það er æfinlega þess vert að sjá mann, sem skarar fram úr öðr- um ” Við vorum út á flötunum um dag- inn og gengum heim akveginn upp að húsinu um klukkan sjö að kveldinu; þar mættum við smiðunum. “Svo þið eruð búnir?” spurði Kel- law. “Við losuðum um myndirnar, lierra minn,” svaraði annar maðurinn, “og

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.