Syrpa - 01.06.1912, Page 58
FANGINN NAFNLAUSI
“Fanginn nafnlausi” var lokaSur
inni í neöanjaröarklefum Koxholm
kastalans frá 15- júlí 1762 til 10. ágúst
1801, og er saga hans ein sú undar-
legasta og dularfylsta í sögu Rússa.
Munnmælasögur þær, er spunnist hafa
um nafn hans, eru svo áhrifamiklar
og undursamlegar, að þær standa sög-
unni um “Manninn með járngrímuna”
ekki að baki.
Fram að síðustu tímuni hefir eng-
inn vitað, hver maður þessi var.
fíann, sem í þrjátíu og níu ár var
læstur inni í stjórnarfangelsi þessu á
vesturströnd Ladogavatns. Öldungar
sveitarinnar muna eftir hvítum mar-
mara krossi berandi grafskriftina:
“Fanginn nafnlausi”. Nú er krossinn
horfinn, og enginn veit, hvað af hon-
um hefir orðið.
Rússum þeim, er reynt hafa aö
grafast eftir sögu þessa manns, hefir
fram aö síðustu tímum oröið lítið á-
gengt, því öll skjöl hafa verið undir
lás hjá dómsmálaráðinu. Enginn
hafði fengið aðgang að þeim nema
keisarinn og skylduliö hans og bóka-
verðir. Nýlega fékk ungur háskóla-
kennari að blaða í gömlum skjölum,
og um síðir er saga hins óþekta fanga
lýðum ljós.
Skjöl þessi voru strangi af gulum
blöðum með yfirskrift: “Kexh'olm
kastali- Skrifstofa yfir-fangavarð-
ar.” Var þar fundið bréf og minnis-
blöð fangavarðar viðvíkjandi fangan-
um dularfitlla. Ftelztu kaflar voru
þessir:
“Samkvæmt skipun hennar hátignar
Katrínar annarar, fluttu- þeir greifi
Vassily Scheremetieft, og barón Carl
Budberg sveitarforingi, fanga einn
hingað ló. júlí 1762. Þeir báru inn-
siglað bréf frá heniiar hátign; skipaði
hún að taka móti fanganum, loka hann
inni í sterkasta klefa kastalans, niúra
upp klefann og skilja að eins eftir
litlar hleypidyr opnar, til að rétta
honum mat og taka út sorjx Lykla að
klefanum átti yfirfangavörður að
geyma og mátti enginn annar en hann
opna dyrnar og þjóna fanganum. Eng-
inn mátti tala við fangann eða spyrja
hann að nafni. Hlekki skyldi hann
bera til dauðastundar. Á fanga-
skránni skyldi standa: “Fanginn nafn-
lausi”, og skyldi sérstök síða meö því
nafni einu. Mér er skipað að skýra
hennar hátign frá líðan fangans einu
sinni á ári- Fanginn er meðal maður
á hæð, yfirlits dökkur, vigtar 165
pund og er klæddur i einkennisbúning
yfirmanns í riddara-lífverðinum.
Hann var fluttur hingað í böndum og
hafði dökka grímu fyrir andliti.
1763. Samkvæmt skipun hennar
hátignar, Katrínar keisara. — Fang-
inn í klefa nr. 2 er fölur og magur;
að öðru leyti virðist hann hraustur og
þrekgóður. Eg gaf honum sængur-
dýnu á gólfið, svo liann skyldi siður
taka sóttir þær, er geysa í fangelsum.