Syrpa - 01.06.1912, Side 60

Syrpa - 01.06.1912, Side 60
250 SYRP A og sýndi honum alla umönnun. En hann sagði mér aldrei neitt um liöna æfi sína. Tímunum saman sáturn viö á svölum húss míns og horföum þegj- andi á blikandi vatnsflötinn; aörar stundir gengum viö lengi saraan úti i garöinum eöa út um akra og engi, en aídrei mælti gestur minn orö frá munni. Fortíð hans bjó yfir ein- hverju hræöilegu, er hann forðaöist aö hugsa um. 1803. Gestur minn kvartaöi um einkennilega tilkenning fyrir hjart- anu. Læknirinn var kallaður og taldi hann bera hjartasjúkleik nokk- urn- Eg hefi tilkynt þetta keisaran- um. Læknir hans kom, en kvað gest minn heilbrigðan. Viku síðar kom hann á skrifstofu mína og bað að flytja legubekk inn í nr. 2. Eg kvaö það velkomið og sagö- ist skyldi gera þaö sjálfur. Hann fylgdi mér eftir, lagöist á bekkinn, krosslagði hendur á brjósti og mælti: “Og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldu- nautum. Eg fæddist viö allsnægtir og var vansæll; deyjandi i hörmungum finn eg til sælu. Drottinn ! opna mér dyr til betra lífs. N í guðs friði, kæri bróðir!” Hann þagnaði, lokaði augum sín- um, andvarpaði og var látinn. Sælu- bros hvíldi á vörum hans- Varir lians voru lokaðar, sem merki þess hve vel hann hafði gætt leyndarmáls síns. £g sendi hans hátign orð, og til svars sendi hann virðulega líkkistu og mar- /narakross með grafskrift: “FANGINN NAFNLAUSI” Eg jaröaði liann í grafreit hermanna. Aö þvi loknu rannsakaði eg gömul föt hans og aðra muni, er hann haföi notað eftir að hann fékk frelsi sitt. Á fóðri yfirhafnar þeirrar, er hann haföi boriö er hann var fluttur til kastalans, fann eg krúnu keisaraætt- arinnar og rússneska stafinn P; en í einum vasa hans var bréf, sem hann hafði aldrei lokið við, en að líkindum skrifað fáum stundum fyrir dauða sinn. Það hljóðaði svo: “Kæri sonar-sonur! Eg finn að eg á skamt eftir ólif- að. Mig langar að senda þér síðustu bón mína. Þú fanst afa þinn fanga nafnlausan, og kvaðst óska að koma fram hefndum. En trúöu mér, sonur minn, við eigum að fyrirgefa óvinum okkar. Tign, frægð og skemtanir eru einskis virði þeim, er hafa fundið sannleikann. Að eins ein hugsjón er verð þess að keppa aö, það er með- hygð meö þeim er líða — ást til allra lifandi—” Saga þessi, er tveir fangaveröir viö Kexholm kastala rituðu, gefur til kynna hver fanginn óþckti var- Iiann var enginn annar en Pétur III., er taliö var aö Orloff yfirforingi hefði kyrkt í Ropsha kastala skamt frá Pétursborg í júlí 1762. Orloff var / vildarmaður Katrínar konu Péturs III., er tók viö völdum eftir hið dularfulla hvarf manns hennar. Það er sagt að Pétur III. hafi verið konu sinni grimmur og heimtaði aö hún gengi í klaustur; en sú sögn er ekki að öllu sönn. Það er margsannað, aö Katrín rataði í margskonar æfintýri er hún leyndi fyrir bónda sínum, og að honum var ekki um brask hennar. En hann gat ekki aö gert og varö að liða fyrir kjarkleysi sitt og mildi.

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.