Syrpa - 01.06.1912, Síða 65
DRAUMUR
255
líg horlöi á. mann þenna um stund,
á að gitzka úr 10 feta fjarlægð. Mér
fanst eg þekkja hann óljóst eftir
myndum er eg hafði séð — en þó
mjög breyttan — eða miklu ellilegri
en eg átti von á. Eg gekk þá til
lians og ávarpaöi hann á þessa leið:
.,Er þessi maður Jón Sigurðsson
forseti?“. ,,Já, það er hann“ var
mér svarað. ,,Jæja, þér hefir þá
verið kunnugt um það, að hér á að
halda fagnaðarhátið til endurminn-
ing-ar um þigf?‘‘ ,,Já, eg vissi það
veþog1 líkaði það illa“,svaraði hann
,,Svo, vegna hvers?“ þóttist eg
spyrja. ,,Af því mér líður ekki vel“,
var svarið er eg fekk. ,,Jæja! —
Þú munt vera í andaheiminum?“
var næsta spurning mín. ,,Já, eg
er þar enn þá,— og það er enn ekki
útkljáð um örlög mín hinumegin“,
svaraði hann, — ,,en, nú á það að
verða innan skams", bætti hann við
eftir nokkra þögn.
Feira en þetta töluðum við ekki
saman svo mig reki minni til, enda
niundi eg drauminn vel þegar eg
vaknaði, og ritaði strax aðal-atriðin.
Til skýringar því atriði, er eg
spurði hvort hann væri í andaheim-
inum, skal þess getið, að eg. hafði
þá fyrir nokkru lesið bókina: ,.Him-
in og helvíti“ eftir Em. Sweden-
borg. Þar er lýst þessum millibils
heimi, er hann kallar ,,andaheim“;
og sem auðvitað svarar til ,,dánar-
heima“ hjá Lúterstrúarmönnum.
Eg mundi vel eftir þessu í svefnin-
um.og þess vegna hagaði eg spurn-
ingu minni þannig.
Draumur þessi gefur •— að mér
finst dálitla bendingu í þá átt, að
pólitiskt argá-þras muni alls ekki
vera eitt af því, sem heyrir guðs-
ríki til. —
E. S. WiUM.
[ö][ö] n—
æö1—
Lœkning vib stami.
(Gamansaga en þó sönn.)
Það mun vera sjaldg’jæít að hægt sé að
lækna það, seni kallað er að stama. Eftir-
farandi saga sýnir þó, að það hafi komið
fyrir s*ð inaður hafi læknast af því — að
minsta kosti um stundarsakir — og heyra
menn um leið, hvert meðalið var, sem átti
við því.
Það giftist fyrir skömmu hér í Winnipeg
ungur efnilegar maður frá Glen Evvan í
Saskatchewan, stúlku, sem var nýkomin
heiman frá Irlandi.
Þau höfðu ekki sést fyrri. Og sagan af
því er gerð dálítið einkennileg fyrir það
sérstaklega að ungi maðurinn stamaði, og
það ætlaði að kosta hann það að tapa
unnustu sinni, er fundi þeirra bar fyrst
saman.
Tildrögin voru þessi:
IJað ferðaðist til írlands síðastliðið vor
maður írá Glen Evvan í Saskatchewan, og
meðan hann dvaldi þar, kyntist hann til-
takanlega fallegri írski stúlku. Þessum
unga kvennmanni lék mjög hugur á því
að flytja til Canada. Og ferðamaðurinn
sagði henni frá ungum efnilegum manni
sem bjó á jörð er hann átti í grend við
Glen Ewan, og sem hann fullvissaði hana
um, að mundi veita henni móttöku með
mestu ánægju, ef að hún vildi að einstaka
því boði. Þetta tók að hafa áhrif á stúlk-