Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Qupperneq 12

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Qupperneq 12
2 SVAVA JÓNSDÓTTIR LEIKKONA N. Kv. legra atburða, er stundum eru sem sorgar- leikir. Sjónleikur gerður af skáldi, skráður á pappír ,sýndur á leiksviði í leikhúsi er skýr- ing, eða að minnsta kosti tilraun til skýr- ingar, á samskiptum manna, orsökum og af- leiðingum orða þeirra og gerða, lieimsku þeirra og vitsmunum, göllum þeirra og kostum, og ljósum og skuggum mannlegrar tilveru. Þeir eru sýning á alls konar mis- tökum manna, en jafnframt á skynsamleg- um úrlausnum þeirra á fjölbreyttum vanda- málum mannlegra samskipta. Ást og hatur eru algeng viðfangsefni leikritaskálda og leikara eins og eðlilegt er, þar sem þessar tvær andstæður heyja látlausa baráttu í sjálfu mannlífinu og verða þar oft undir- rót örlagaríkra atburða. Kímniskáldið og kímnileikarinn draga fram hið hlægilega í fari manna; kæki þeirra, orðatiltæki, smá- munasemi, misskilning o. s. frv. Góður leik- ari túlkar Lftilmennsku og lubbahátt, hug- leysi og heigulskap á þann hátt, að áhorf- endur fá fyrirlitningu á slíku fari manna og eðli. Ennfremur túlkar góður leikari dreng- skap og djarfhug, hugrekki og hetjudáðir, víðsýni og voldugar hugsjónir manna, svo að áhorfandi dáist að og verður hrifinn af slíkum eigindum. Hæfileikar leikarans verða sem röntgengeislar, er lýsa gegnum menn. Menn sjá margt og skilja í sfnu eigin eðli og annarra vegna túlkunar viturs leik- skálds og listaleikara. Kímnileikari stingur oft á margs konar kýlum og meinsemdum í eðli manna og samskiptum. Hann getur unnið afrek, stundum sem læknir, stundum sem bezti uppalari og stundum sem spek- ingur, er vekur skilning manna á þeirra eigin heimsku. Góður leikari getur túlkað æðstu göfgi mannlegs anda og skærustu birtu mannlífsins, en hann getur líka sýnt fyrirlitlegustu hvatir manna, sýnt hyldýpi andlegs volæðis, og ennfremur hyldýpi þján- inga og sorga. Áhorfandi, sem fer í leikhús til þess eins að hlægja og skemmta sér sem kallað er, en ekki til þess að auka skilning sinn og mennta sig; hann fer iðulega í leik- liúsið eins og sá, er fer í geitarhús að leita sér ullar. Hann fer úr leikhúsinu jafn snauður og hann kom þangað. Hin elzta menningarþjóð Evrópu, Grikk- ir, varð brautryðjandi að leikritaskáldskap og leiklist. Og sjónleikir þeirra, hvort sem þeir voru gleðileikir eða sorgarleikir, vöktu lijá þeim ótal spurningar urn mannlega til- veru, jafnframt því', sem þeir glöddu þá og vöktu hjá þeim göfugar hugsjónir. Leiklist- in varð ein af þroskaleiðum þeirra til þess að verða andlegir höfðingjar, er fjöldi kyn- slóða allt frá því í fornöld og til vorra daga hefur lotið sem andansjcjfrum. Sjónleikir eru ung listagrein hér á ís- landi. Sagnalist og ljóðagerð eru listir, cr islendingar hafa iðkað og þjálfað síðan þeir urðu til sem þjóð. En leiklistin er hér svo ung, að fyrsta vísis til hennar verður ekki vart fyrr en á síðari hluta 18. aldar, og liún er mjög frumstæð og óþroskuð, þar til Hða fer á síðustu öld. En á síðari hluta 19. ald- ar og það, sem af er þessari öld, hafa verið þýdd á íslenzku nokkur öndvegis leikrit heimsbókmenntanna, og talsvert hefur ver- ið frum-samið af leikritum á íslenzku á sama tíma. Og sum þau leikrit, er skráð hafa verið af íslenzkum skáldum á þessari öld, sýna glöggt öra og mikla þróun þessar- ar skáldskapargreinar hér á landi. En jafn- frarnt þvf, sem þessi grein skáldskapar hef- ur þróazt hér, þá hafa komið fram bæði karlar og konur, sem hafa sýnt ótvíræða listræna hæfileika. Og beztu leikrit, sem frumsamin hafa verið á íslenzku, sýna, að cins og íslendingar hafa komizt langt í Ijóðagerð og sagnalist, borið saman við aðr- ar þjóðir, svo sé eins að verða um leik- ritagerðina. Enda hefur íslenzka ríkið reist leiklistinni veglegt musteri, sem er þjóð- leikhúsið. Framarlega í flokki þeirra karla og kvenna, sem sýnt hafa mikla leikarahæfi-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.