Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Page 13

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Page 13
N. Kv. SVAVA JÓNSDÓTTIR I.EIKKONA 3 leika, er frú Svava Jónsdóttir. Ung að aldri, nýlega fermd, túlkar hún hlutverk á leik- sviði. Leiksviði, sem að vísu var lítið og frumstætt í’ litlu leikhúsi. En þá þegar koma J fram listrænir hæfileikar hjá henni, og liún er dáð af áhorf- endum. Og eftir það fær hún ást á leiklistinni og löngun til þess að þjóna henni. En það var með hana eins og flesta aðra listamenn hér á landi allt fram að síðustu árurn, að þeir hafa aðeins getað þjónað list- grein sinni í frítímum sínum frá daglegum önnum og án launa, eða þeirra mjög lítilla. Hún varð gift kona og móðir og þurfti að sjá um heimili, en áhuginn fyrir leiklistinni dvínaði ekki fyrir það. Hún hefur í 50 ár farið með fjölda mörg hlutverk á leiksviði. Hlutverk, sem hafa verið margbreytileg, allt frá ungum og fögrum ástmeyjum, gáska- fullum griðkonum, fíngerðum frúm af mörgum gerðum, og til förukerlinga og kvenn- norna. Og þótt henni jafnan sómi bezt á leiksviði að vera skartklædd og fögur eins og kóngsdóttir í æfintýri, eða hefðarkona í hirðsölum eða jafnvel drottning, að vera mild, blíð og höfðingleg, þá fatast heldur ekki skilningur hennar, er hún leikur vonsvikna konu, sem örvæntir, förukonu, sem betlar eða gefur óreyndum mönnum ráð, eða versta kvenskass og norn. Þeim, sem þekkja frú Svövu, mun finnast ólíklegt, að hún geti breytt sér í gerfi hinna síðasttöldu kvenfulltrúa, hafi þeir sjálfir ekki séð hana gera það. En hún hefur sýnt, Frú Svava Jónsdóttir í „Dúfuunginn". að hún getur svo gersamlega skilið við sjálfa sig og farið í hvaða kvenham, er henni sýn- ist. Htin er að því leyti lík galdrakonum, sem sagt er frá í ævintýrunum. Frú Svava er ævinlega heilsteypt lista- kona. Hún er listakona á heimili sínu, og hún er listakona þegar hún er komin á leik- svið. Þar fatast henni aldrei. I 50 ár hefur 1*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.