Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Page 19
N.-KV.
ENDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR
9
sem mér var seinna sagt, munu þessi veik-
indi hafa sljóvgað mig á margan hátt.
Mér var sagt, að eg hefði verið að mörgu
leyti frábært barn. Eg lærði fyrirhafnarlaust
hverja vísu, sem eg heyrði, og allt, sem eg
heyrði sungið, lærði eg þegar fljótt og vel.
Enda man eg það, að eg unni söng fram yfir
allt annað og hef gert það síðan. Eg hafði
svo skarpa sjón, að til þess var tekið, og
voru margar sögur af því sagðar, hvað eg
sæi betur en aðrir. Skal hér aðeins tilfærð
ein þeirra.
Bærinn Hlíðarendi er að vestanverðu í
dalnum, gegnt Kálfborgará. Breitt undir-
lendi er beggja vegna fljótsins, því að báðir
bæirnir standa uppi undir brekkunum. Var
því all-langt á milli bæjanna.
Svo bar við einn dag að sumarlagi í sól-
skyni og blíðviðri, að við krakkarnir vorum
úti á hlaði, og sáum við þá, að stúlka gengur
frá bænum Hlíðarenda suður göturnar, sem
liggja til næsta bæjar, Sandhauga. Segir þá
einhver krakkanna, að stúlkan sé með hvíta
skýlu og hvíta svuntu. Ekki vildi ég kannast
við það, en sagði, að bæði skýlan og svuntan
væru með stórum rauðum rósum. Út af
þessu urðu stælur á milli okkar, því að eng-
inn nema ég sá rauðu rósirnar, og hver hélt
fast fram sinni meiningu, eins og vant er.
Til þess að skera úr þrætunni voru síðan
sótt þau pabbi og mamma og vinnukonan.
Áttu þau að dæma um, hver rétt hefði fyrir
sér. Gátu þau ekki betur séð, en að stúlkan
hefði hvíta svuntu og skýlu. Eg stóð því
einn með mína meiningu á móti öllum hin-
um, en vildi þó ekki láta minn hlut og varð
sárreiður. Til þess að friða mig, lofaði
mamma mér því, að næst þegar ferð yrði
frá Hlíðarenda, skyldi hún komast fyrir,
hvert okkar hefði rétt fyrir sér í þessu máli.
Einum eða tveimur dögum síðar erum við
krakkar enn úti. Sjáum við þá, hvar stúlka
kemur labbandi sunnan göturnar, og sé
ég þegar, að þetta er sama stúlkan. Tek ég
þá til fótanna, hleyp inn til mömmu og
hrópa hástöfum með miklum fagnaðarlát-
um: ,,Hún kemur, hún kemur! Og hún
hefur rósótta svuntu og skýlu.“ Síðan kemur
stúlka þessi heim og stendur við um hríð.
Fær hún þá að heyra alla söguna. Sagðist
hún hafa farið suður í dal til að heimsækja
kunningjana .Fór hún þá suður með bæj-
um að vestan, en út að austan. Og það man
ég enn, að mikið var eg upp með mér af
því að liafa unnið annan eins sigur ,því
að hvort tveggja .svuntan og skýlan, var
hvítt með stórgerðum, rauðum rósum.
Þetta var áður en ég fékk barnaveikina.
Síðan hef eg aldrei séð jafn vel og áður.
En alla tíð hef eg séð tiltölulega betur það,
sem langt er undan, heldur en það sem
nær er.
Ekki var hægt að jarða systur mína, sem
dó úr barnaveikinni, fyrr en allir á heim-
ilinu voru orðnir frískir aftur, og öruggt
var, að veikin bærist ekki tit þaðan. Mér
er sá dagur sérstaklega mnnisstæður af
tveim ástæðum. í fyrsta lagi sökum þess,
að þá var myrkur í barnssál minni, og
einnig myrkur fyrir augum mínum. Eg var
þá ekki búinn að fá fulla sjón, og ég grét
mikið, þegar foreldrar mínir lögðu af stað
í myrkri að morgni dags og drógu litla
líkið með sér á sleða. Veitti þeim ekki af
að fara snemma, því að langt var fram að
Lundarbrekku-kirkju. — Annað, sem hefur
gert mér dag þennan minnisstæðan, var
setning, er stúlkurnar sögðu, þegar foreldr-
ar mínir voru farnir. Einhver stúlka hafði
komið til aðstoðar á heimilinu þessa daga,
og man ég ekki, hver hún var. En vinnu-
konan hét Sigurbjörg Jónatansdóttir. Var
þeim auðvitað falið að hugga okkur krakk-
ana og leika við okkur. En orð þau, sem
önnur hvor þeirra lét falla, voru þessi: „Nú
er bezt að lifa glatt, því að nú er hér hvorki
guð né skrattinn.“ — Stúlkurnar gerðu allt,
sem í þeirra valdi stóð til að leika við okkur
og hafa okkur góð um daginn. En ég var
alltaf að hugsa um, hvað þær hefðu getað
2