Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Side 21
N. Kv.
ENDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR
11
lega. Á meðan ég lá þarna, sá ég alltaf ó-
freskjuna öðru hvoru, þegar ský dró frá
tungli, og var skepnan alltaf á sama stað.
Herði eg þá loks upp hugann og labba til
baka, en ekki ætla ég að reyna að lýsa því,
hvað ég tók þetta nærri mér. En þarna vann
ég sigur mikinn, svo mikinn, að ég hef
trauðla unnið annan eins síðan. Þetta var
sem sé stærðar steinn, sem þarna stóð á
sléttri grundinni, og höfðum við krakkarnir
oft leikið okkur hjá honum. En svona get-
ur hræðslan gripið mann, að hann þekki
ekki aftur það, sem hann þó hefur daglega
fyrir augum.
Þegar ég loksins kom heim aftur, fékk ég
ávítur fyrir, hvað ég hefði verið lengi að
flytja. Sagði ég þá alla söguna, sigri hrós-
andi, og sagðist aldrei skyldi verða myrk-
fælinn framar. Og það rættist. Eg hafði
sigrað myrkfælnina, og hef aldrei til hennar
fundið síðan.
Eg var víst snemma gefinn fyrir að gera
ýmsar tilraunir upp á eigin spýtur. Man ég
óljóst eftir því, að eg var oft eitthvað að
bauka út af fyrir mig og vildi ekki, að aðr-
ir vissu um. Ætlaði eg ekki að láta neinn
vita um það, fyrr en eg væri búinn að gera
það svo fullkomið, að alla ræki í rogastanz,
er þeir sæu það. En það var nú ekki auð-
gert að fela neitt fyrir forvitni systkina
minna.
Einu sinni fór mamma að heimsækja
kunningjakonu sína, sem Helga hét og bjó
á Hlíðarenda. Fór hún ein. Þetta var um
vetur, ís á Fljótinu og færi gott. Eg vildi
fá að fara með henni, en fékk það ekki. Þeg-
ar hún var komin heim á bæinn og þar inn,
sit eg um færi að fara á eftir henni, þegar
enginn sæi til heima. Þetta gekk vel. Vissi
enginn um mig, fyrr en eg kom inn í búr
á Hlíðarenda, en þar sátu þær Helga og
mamma. Var mér þar vel tekið, og ekki
fékk eg neinar ávítur hjá mömmu. Fagnaði
Helga mér vel, enda var hún orðlögð gæða-
kona. Töfðum við þar nokkra stund. Eitt
af því, sem þær konurnar töluðu um, var
það, að eg væri ormaveikur. En það er líka
það eina, sem eg man eftir af samtali þeirra,
enda veitti eg því nákvæma eftirtekt.
Mér er þessi veiki mín svo minnisstæð,
að eg mun aldrei gleyma henni. Sennilega
hef eg fengið hana af hundinum. Var þá
ekki farið að hreinsa hunda, og voru oft
sjáanlegir á þeim bandormar, Fékk eg alveg
sams konar orma, og leið mér oft illa af
þeim. Ollu þeir sífelldum kláða í enda-
þarminum, og sá eg þá skríða á saurnum,
sem eg lagði frá mér, og varð þá mjög
hræddur. Einhverja hómopata-dropa mun
eg hafa fengið við þessu hjá Jóni á Jarls-
stöðum, en það reyndist gagnslaust.
Nú hlusta ég á tal þeirra mömmu og
Helgu um þetta. Segir Helga þá, að hægt
sé að lækna þetta með því að blanda sóti
í vatn og drekka það. Og þetta festi ég mér
vél í minni.
Þegar allir voru sofnaðir rökkursvefnin-
um sama kvöldið, læddist ég fram í eldhús,
kveikti þar á eldhúskolunni, náði mér síð-
an í tréskál, sem mun hafa tekið um einn
pott. Síðan klifraði ég upp á hlóðarsteininn
og gat klórað þaðan dálítið af sóti ofan úr
ræfrinu og hrærði Jaað svo út í vatni, og
var þá hátt í skálinni. Og þetta góðgæti
drakk ég síðan í einum teyg. Hryllir mig
enn við, hvað þetta var vont. En með illu
skal illt út drífa.
Þegar fullorðna fólkið vaknaði aftur um
kvöldið, lá ég eins og saklaust lamb inni í
rúmi og kúgaðist af ógleði. Og svo fór, að
ég veiktist af uppsölu og niðurgangi um
nóttina. Mun ég hafa verið illa haldinn, því
að mamma varð að vaka yfir mér fram und-
ir morgun. Þá loks sofnaði ég og svaf langt
fram á dag. Þegar ég vaknaði aftur, var ég
vel frískur. Ormarnir voru farnir, og hef
ég aldrei orðið þeirra var síðan. Seinna sagði
eg mömmu frá því, að eg hefði drukkið sót-
hræruna og veikst svona liastarlega af því,
2*