Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Síða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Síða 24
N. Kv. Sumarferðir á Islandi 1881. Brot úr brezkri ferðasögu. HELGI VALTÝSSON þýddi. ('Niðurlag). Um kvöldið var dans og söngur í húsum inni, og segist Coles hafa verið að vona, að þeim yrði boðið inn, og hefði sig langað bæði til að sjá dansinn og að hlusta á söng- inn. En er leið á kvöldið, án þess að nokk- urt boð kæmi, háttuðu þeir í tjaldi sínu. — „Við hefðum átt að bíða hálfri stund leng- ur,“ segir Coles, „því að Zoega sagði okkur morguninn eftir, að sent hefði verið út að tjaldi til að bjóða okkur inn, en þar eð tjald- dyr voru lokaðar, og allt hljótt þar inni, hefðu menn haldið, að við værum gengnir til náða og sofnaðir og ekki viljað ónáða okkur.“ Um kvöldið kveðst Coles hafa séð ljóm- andi falleg norðurljós, sem hann dáist mjög að. Hafði hann aldrei áður séð jafn falleg norðurljós og lithrein og skörp. Morguninn eftir heyrði Coles brúðgum- ann leika nokkur brezk lög á orgel og segir, að hann hafi leikið vel. Var þeim síðan boð- ið í stofu til morgunverðar, og stóðu ungu hjónin þá fyrir veitingum; en sjálfur sókn- arpresturinn sat þá til borðs meðal gest- anna. Coles segir, að sér hafi leikið mikil for- vitni á að fræðast um, hvernig þung hús- gögn, örgel og fleira þess liáttar hefði verið flutt þangað langar leiðir, sennilega frá Ak- ureyri, þar sem aðeins væri um reiðgötur og vegleysur að ræða, en enga akfæra vegi. Var honum það mikið undrunarefni, er hann heyrði, að þetta væri allt flutt á hestum, einum eða tveimur saman. Coles lætur mjög vel af viðtökunum á Miklabæ, og getur þess m. a„ að þar liafi hann ekki séð nokkurn mann ölvaðan. X. Á Vatnsskarði. Frá Miklabæ var síðan haldið vestur á bóginn, og bar margt fyrir augu þeirra fé- laga, áður en þeir komu í Vatnsskarð, 1500 fet yfir sjávarmál. Sáu þeir m. a. hóp af álft- um á vatninu. Dáist Coles mjög að útsýni og víðsýni úr Vatnsskarði á tvo vegu: Til Blöndudals og Langadals framundan, en að baki langt úti bláar bylgjur Skagafjarðar í dásamlega fögru og tæru hreinviðri. „Hér voru fjöll á allavegu,“ segir Coles. „Sum þeirra virtust rétt hjá okkur í tæru fjalla- loftinu, sem mýkti línur þeirra og eyddi fjarlægðinni, og að lokum virtust fjarlægstu fjöllin hverfa út í himinblámann. Þetta var raunverulegt fjallahaf.“ Á leiðinni hafði Þórður Zoega oft minnst á „Gretti hinn sterka“ og látið mikið af honum, segir Coles, og nú fékk hann tæki- færi til að fjölyrða frekar um hann. Nú höfð- um við sem sé fyrir augurn stöðvar þær, er tengdar voru mörgum afrekum hans, og einnig þar sem hann vár drepinn. Coles segir á þessa leið: „Við námum staðar um hríð á Vatns- skarði til að hvíla hestana. Bendir þá Zoega á litla eyju langt úti á Skagafirði og segir: „Sjáið þér klettaeyjuna þarna? Það er Drangey, þar sem Grettir sterki bjó.“ „Jæja, bjó Grettir þarna?“ sagði ég. „]á, þarna bjó hann og þarna dó liann líka,“ segir Zoega, og er að vanda albúinn til að segja sögu hans. „Eg býst við, að þér kunnið alla Grettis sögu?“ segi eg.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.