Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Qupperneq 25
N. Kv.
SUMARFERÐIR Á ÍSLANDI 1881
15
„Sei-sei, já,“ svarar Zoega. „Eg hef oft
lesið hana, og eg skal gjarnan segja yður
hana“.“
Coles tók þessu vel, og er þeir héldu ofan
af Vatnsskarði, liægt og gætilega. hóf Zoega
söguna, og öðru hvoru lögðu þeir Eyvindur
og Siggi orð í belg, er þeim virtist Þórður
hafa hlaupið yfir einstöku atriði sögunnar.
I ferðasögu sinni endursegir svo Coles
Grettis sögu á fimm stórum blaðsíðum, og
er þar auðvitað stiklað á stóru.
Er sögunni var lokið, voru þeir komnir
ofan að Gili í Svartárdal, og áðu þeir þar og
borðuðu skyr. Síðan var haldið niður með
Blöndu, og yfir hana, og gerðist margt sögu-
legt á þeirri leið. Þetta var fagur dagur og
góður og endaði að lokum að Sólheimum í
Svínavatnshreppi. Fengu þeir þar glænýjan
silung í svanga maga ,og sáu um kvöldið dá-
samlegan norðurljósaboga yfir þveran him-
ininn. Sofnaðist þeim vel um nóttina og
lágu allir í flatsæng á stofugólfinu.
XI.
Að Hnausum.
Frá Sólheimum var haldið að Hnausum,
og fengu þeir þar nýjan lax í fyrsta sinni á
íslandi. Furðaði Coles mjög, hve laxveiðin
virtist takmarkalaus og rekin af kappi með
alls konar veiðitækjum, svo að til gereyð-
ingar hlyti að horfa, væri ekki bráðlega tek-
ið í taumana með nauðsynlegri löggjöf.
Áætlun þeina var að gista á Hnausum,
en halda síðan, eins fljótt og unnt væri, upp
að Grímstungu í Vatnsdal og staðnæmast
þar tvo daga til silungsveiða. Coles segir svo
frá um þetta:
„En er við sátum að kvöldverði, kom
Zoega inn til okkar og hóf máls á þessa leið:
„Þér getið ekki farið að Grímstungu,
herrar mínir!“
„Hvers vegna ekki?“ spyrjum við.
„Sökum þess, að læknirinn segir, að þang-
að megi enginn fara.“
„En hvers vegna ekki? Hvað hefur lækn-
irinn með okkur að gera?“
„Læknirinn segir, að fólkið þar hafi feng-
ið veikina.“
„Æ! Kannske það hafi fengið bólusótt-
ina?“ segi eg og leita hófanna. „Hvers kon-
ar veiki er þetta, Zoega? Hvernig kemur hún
í ljós í sjúklingunum?"
„Stundum þrútnar höfuðið og verður af-
ar stórt, og stundum bólgna fæturnir og fót-
leggirnir," svarar hann.
„Þar eð ekki varð komast að neinni nið-
urstöðu á þennan hátt, datt okkur í hug, að
ef til vill fengist betri úrlausn á þann hátt
að spyrja, hvernig læknisaðgerðir væru og
meðferð öll í þessu tilfelli, og ég spurði því:
„Zoega, batnar fólki á nokkurn tíma aft-
ur þessi veiki?“
„Sei-sei já, stundum," svarar Zoega.
„Vitið þér, hvaða aðferðir læknar nota
við sjúklingana?“
Zoega svarar hiklaust: „Þeir taka innan
úr þeim.“
„En hamingjan góða, Zoega. Taka innan
úr þeim? Enginn getur lifað, þegar búið er
að taka innan úr honum!“
„Jæja,“ segir hann með mesta snarræði.
„Þeir láta þeim blæða út.“
„En heyrið þér nú, það er alveg jafn mik-
il fjarstæða eins og hitt að taka innan úr
þeim, því að enginn maður getur lifað blóð-
laus,“ sagði eg.
En Zoega stóð fast á sínu máli og sagði,
að svona væri venjulega gert og vísaði til
bóndans um frekari sannanir í þessu máli.
En hvernig sem í þessu lá, þá var auð-
heyrt, að fylgdarmaður okkar vildi alls ekki
að Grímstungu koma, og er húsbóndi bauð
okkur að dvelja dag hjá sér og veiða lax á
veiðistöðvum sínum, ákváðum við að
þiggja það.“
„Eg verð samt að játa,“ segir Coles, „að
við nánari íhugun fékk eg grun um, að saga
þessi hafi átt upptök sín hjá bónda, sem hafi
ekki kært sig um, að skildingar okkar skyldu