Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Síða 31

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Síða 31
N. Kv. ÞETTA SKEE)I í NEÐANJARÐARLESTINNI 21 un að heimsækja veikan vin sinn og fór síð- an með neðanjarðarlest, sem hann hafði aldrei farið með áður? Var það tilviljun ein, að maðurinn sat rétt við vagndyrnar og þaut út óvænt í sama vetfangi og Stern- berger kom inn? Var það tilviljun ein, sem olli því, að Bela Paskin var í næsta sæti við Sternberger og var að lesa í ungverzku blaði? Var allt þetta tilviljun ein — eða var Guð með neðanjarðar-lestinni frá Brooklyn síð- degis þann 10. janúar 1948?“ spyr höfundur að lokum. (Helgi Valtýsson þýddi.) Þrír hermenn Þetta er einn kaflinn úr hinni miklu bók Theodórs Broch, sem var bæjarstjóri í Njarðvík í Norður-Noregi (Narvík), er Þjóðverjar gerðu innrás þar og hertóku borgina 9. apríl 1940. Tlieodór Broch var þá 36 ára, lögfræðing- ur að menntun og hafcji verið bæjarstjóri í Njarðvík í 6 ár. Það féll í lrans hlut sem bæjarstjóra að vera milligöngumaður og málamiðlari við general Dietl og aðra þýzka valda menn á þessu hersvæði. Tvisvar dæmdu Nazistar hann til dauða, — í annað skiptið fyrir skemmdarverk, en hitt fyrir samvinnu við Breta. Enda grunuðu þeir hann alltaf um græzku og töldu hann að lokum brezkan njósnara. í fyrra skiptið gat Broch smeygt sér und- an dauðadóminum með kunnáttu sinni í þýzkri tungu. En í seinna skiptið stoðaði það ekki. Bjargaði hann sér þá undan á flótta, fyrst urn firði í Lófót og síðan yfir fjöll og firnindi austur til Svíþjóðar, og síð- an þaðan vestur til Bandaríkjanna. — Þar reit liann bók sína: „Fjöllin biða“, á ensku, sagði þar sögu Njarðvíkur í stórum drátt- um, og síðan hernámssöguna alla fram að flótta sínum. — Eftirfarandi sögukafli um liermennina þrjá gerist í Stokkhólmi, með- an Broch dvaldi þar. Og liefst nú sá kafli: H. V. Áður en eg fór frá Stokkhólmi, sat eg heila nótt á tali við þrjá norska pilta í litlu lierbergi í gistihúsinu. Þeir voru mjög ung- ir, og höfðu allir tekið þátt í bardögunum í Noregi. Tveir þeirra voru stúdentar frá Oslóar háskóla, annar þeirra lítill laga- stúdent með þykk gleraugu, hinn hár og laglegur lækna-stúdent. Sá þriðji var þétt- vaxinn, ljóshærður sveitapiltur úr sjávar- sveit í norðanverðum Þrændalögum. Við hittumst af tilviljun á kaffihúsi, og síðan fórum við saman á norskan fund, þar sem einn þingmanna okkar hélt ræðu. Eftir á bauð eg þeim heim í hótelherbergi mitt til að reykja og drekka glas af öli. Við þráð- um allir og höfðurn þess fyllstu þörf að létta á huga vorum og hjörtum. Eg sagði þeim, að eg væri á leiðinni til Ameríku til að leita þar styrks og aðstoðar, hjá löndum vorum og frændum, í okkar þágu hér Iieima; ætlaði eg að skýra þeim frá, hvað skeð hafði í Noregi, og segja þeim, að þótt vér hefðum verið sigraðir í svip og um stundarsakir, myndi stríðið samt halda áfram, og að þeir þyrftu ekki að blygðast sín fyrir föðurland sitt. Litli stúdentinn með gleraugun brosti biturt. „Eg er hræddur um, að þér getið ekki notað mig sem dæmi um þetta,“ sagði hann og leit á okkur rannsóknaraugum. „Eg fyrirverð mig og skammast mín niður fyrir allar hellur," skal eg segja ykkur. Eg hef hingað til ekki treyst mér til að tala við nokkurn mann um reynslu mína, en

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.