Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Blaðsíða 32
22
ÞRÍR HERMENN
N. Kv.
get þó ekki um annað hugsað. E£ til vill
gæti það þó friðað mig ofurlítið, ef eg segði
frá þessu og talaði um það.“
Við hinir ýttum undir hann með þetta.
„Jæja,“ hóf hann máls. „Eg lét skrá mig
í herinn á fyrsta degi og var hermaður, með-
an stríðið varaði. Eg sá aldrei né lenti í
neinu návígi nema aðeins einu sinni, — og
þá brást eg algerlega.“
Nú varð löng þögn, áður en hann héldi
áfram. Og hann varð auðsjáanlega að neyða
sig til þess.
„Á undanhaldinu upp eftir dalnum sunn-
an Dofrafjalla*) var eg sjálfboðaliði í sér-
stakri smádeild, sem falið var að verja veg-
bugðu eina, unz herdeildir okkar hefðu
tryggt sér varnarstöðu ofar í dalnum. Við
áttum að verja vegbugðu þessa aðeins eina
klukkustund, en á meðan á því stóð, mátti
ekki sleppa neinum framhjá. Við vorum
fjórir alls, þrír hermenn og einn liðsfor-
ingi. Hann var brúnn og útitekinn í and-
liti, og drættir allir skýrir og festulegir,
og eg man, að hann hafði misst húfu sína.
Við girtum veginn með trjábolum og föld-
um olckur síðan í skóginum ofanvert við
þjóðveginn. — Eg drap á það áðan, að ég
hefði keppt í nokkrum skotæfingum, og
var eg því settur fremstur í röðinni. Hinir
lágu skáhallt fyrir ofan mig. Liðsforinginn
stóð á bak við furutré, milli mín og næsta
manns, og beitti sjónauka sínum látlaust.
Við höfðum aðeins verið þarna fáeinar
mínútur, er við heyrðum bifhjóla-dyn að
neðan. Liðsforinginn kallaði til okkar, að
hann sæi þrjá koma. Það væru Þjóðverjar,
auðsjáanlega njósnardeild. Enginn þeirra
mætti sleppa undan. Á því ylti algerlega
hlutverk okkar hérna. Við yrðum að miða
nákvæmlega. Svo skyldi hann gefa skipun,
er við ættum að skjóta.
Þegar Þjóðverjarnir urðu þvergirðingar-
innar varir, hægðu þeir á sér. Einn þeirra
*) Þ. e. Guðbrandsdalur. — Þýð.
nam staðar rétt fyrir neðan mig. Hann
sneri bifhjólinu skáhallt á veginum. Eg
hafði hann í miði allan tímann. Hinir
tveir riðu hægt upp að girðingunni og svip-
uðust um, sýnilega órólegir og hálfsmeykir.
Sá fremri þeirra hlýtur að hafa orðið okk-
ar var, því að hann hrópaði aðvörunarorð
til hinna. Minn náungi fleygði sér niður í
vegarskurðinn, aðeins fáeina metra fyrir
neðan mig.
„Skjótið “ kallaði liðsforinginn. Tvö skot
kváðu við. Báðir Þjóðverjarnir frammi á
veginum hnigu dauðir niður. Eg snerti
gikkinn á byssu minni, en gat ekki fengið
mig til að þrýsta á hann. Þetta var í fyrsta
sinn, sem eg átti að skjóta mannveru. Hann
lá og sneri baki við mér og átti alls engrar
undankomu auðið.
„Hó...“ hrópaði eg til að gera honum að-
vart um að snúa sér við og ná í byssu sína.
Hann velti sér við og sat nú upp við veg-
brúnina. Er hann sá mig, rétti hann báðar
hendur upp yfir höfuð sér. Eg hampaði
byssu minni upp og niður til að gefa í skyn,
að hann ætti að standa upp og koma. Hann
kinkaði kolli, en um leið og hann stóð upp,
lét hann síga aðra höndina, eins og hann
ætlaði að styðja sig. En í þess stað greip
hann handsprengju í belti sínu, og er hann
lyfti aftur liendinni, varpaði hann sprengj-
unni í áttina til okkar. Hún sprakk skammt
að baki mér, og eg heyrði stunu. Það var
liðsforinginn okkar. Neðri hluti kviðar
hans hafði tætzt sundur. Eg sá blóð og gor
vella út, er Jtann hallaði sér upp að trénu.
Neðan af veginum heyrði eg í bifhjólinu,
sem var ræst rétt í þessu. Sprengingin hafði
þeytt af mér glaraugunum, og er eg hafði
sett þau upp aftur, var Þjóðverjinn úr skot-
færi.
Eg klifraði upp að furutrénu. Liðsforing-
inn lá og studdi höfði upp að trjábolnum.
Eg kraup á kné við lrliðina á honum og
breiddi jakkann minn yfir sundurtættan
kvið hans. Hann lyfti hönd sinni og snerti