Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Síða 35

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Síða 35
N. Kv. ÞRÍR HERMENN 25 „Eg var kvaddur í herþjónustu um ára- mótin. Við tókum þátt í heræliingum, fyrst í Norðurlandi og síðan í Þrændalögum. í upphaíi stríðsins barðist eg þar. Við urðum fyrir slysum og óhöppum frá upphafi. Bret- ar komu til Namsóss. Vopn þeirra voru litlu betri en okkar, Þar virtist ekki vera um neinar fastar og ákveðnar fyrirskipanir að ræða, og við vorum í vafa um, hvort liðs- foringjar vorir hefðu fengið raunverulegar áætlanir sem framfylgja ætti. Piltana dauð- langaði til að gera gagnárás og taka aftur Þrándheimsborg. Foringjarnir sögðu, að til þess værum við ekki nægilega liðssterkir, við yrðum að bíða Bretanna. En Bretarnir megnuðu ekki einu sinni að halda Stein- kersbæ við botn Þrándheimsfjarðarins. Þýzkt herlið jókst í sífellu og bættist við á degi hverjum. Þeir höfðu töglin og hagld- irnar í firðinum öllum frá upphafi og einn- ig í lofti. Hvað sem við reyndum, kom að engu haldi. Þeir eyddu öllum þeim bæjum, sem við reyndum að verja þarna. Steinker var skotið í rústir af sjó, en Namsós úr lofti. Eg sá báða þessa smábæi brenna til ösku. Eg ók um Steinker, meðan kirkjan var að brenna. í þeirri kirkju höfðum við, eg og sex bræður mínir, allir verið skírðir og fermdir. Eg átti bifhjól og var því settur til sendi- ferða. Það var hreinasta víti. Mér var þann- ig varnað að taka beinan þátt í nokkrum bardaga; en aftur á móti hafði eg þó hjólið og komst þannig undan norður á bóginn, er Bretar hörfuðu undan, og bardögum var lokið á þessum slóðum. Eg var með í öllum orustum á leiðinni norður. Eg skildi eftir hjólið í sjóbúð í Mósævi (Mossjöen) og fór þaðan til Bodeyjar á fiskibáti. Eg man vel, að þetta var 23. maí. Það var einmitt þann dag, sem Þjóðverjar gereyddu bæ þessum úr lofti. Þýzku flugvélarnar hófu árásina á sjúkrahúsið og eyddu síðan öllum bænum. Eg hélt áfram norður eftir til að berjast, en nú var eg orðinn vonlaus um sigur. Við áttum nokkra dásamlega daga í fjöll- unum fyrir norðan Njarðvík. Við skutum Þjóðverja eins og kanínur og hertókum hvern fanna-tindinn af öðrum. En innra með mér var eg þess alltaf fullviss, að allt væri til fánýtis. Við gætum aldrei sigrað. En loksins rann þó einnig mín reynslu- stund upp. Ef til vill telst það aðeins smá- vægilegt atriði, en það gerbreytti skoðun minni og viðhorfi. Þetta skeði daginn, sem við áttum' að gefast upp fyrir Þjóðverjum. Eg var á Seljamó*), er Ruge yfirhershöfð- ingi kom aftur frá gerðardómsráðstefnu Þjóðverja. Piltarnir sögðu, að hann hefði reynt til þrautar að halda frjálsum nyrzta hluta landsins. Þeir sögðu einnig, að Þjóð- verjar bæru virðingu fyrir honum. Og það hljóta allir að gera. Við hermenn elskuðum general Ruge. Eg lagði engan trúnað á, að Þjóðverjar myndu bjóða okkur neinar til- slakanir. Þeir myndu hrifsa land vort á sama hátt, og allan heiminn ella. Við gæt- um aðeins vonað, að næsta kynslóð kynni ef til vill að verða nægilega siðspillt, dýrsleg og hrottafengin til að vera fær um að vinna á þeim. Yfirhershöfðinginn kom aftur með ein- mitt þau boð, sem eg hafði búizt við: Við áttum að gefast upp, skilmálalaust. Nú stóð- um við á gamla liðskönnunarvellinum til síðustu liðskönnunar. Við áttum að leggja niður. vopnin. Þjóðverjar myndu svo koma sama kvöldið og taka við öllu. Síðan mynd- um við verða sendir annað hvort í fanga- herbúðir, eða þá heim til okkar til að vinna þar í þrælkun á okkar eigin heimilum. Það varð dauðaþögn um allan völlinn, er yfirhershöfðinginn nálgaðist. Við höfð- um ekki verið skrafhreifir til þessa, en nú stóðu allir á öndinni. Orð hans voru skýr og ákveðin, sem skipun væri, en þau voru sam- tímis einnig sem persónuleg kveðja til hvers og eins okkar allra. *) Heræfingavöllur austur af Tromsey. — Þýð. 4

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.