Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Blaðsíða 40

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Blaðsíða 40
30 BÆKUR N. Kv. menntalíf, er harla sjaldan skyggnzt inn í líf fólksins sjálfs. Vér fáum sáralítið að vita um klæðnað þess, húsakynni, matar- æði eða dagleg störf. í riti því, er hér um ræðir, hefur Skúli Guðjónsson prófessor tekið til rækilegrar rannsóknar heimildir allar, er snerta mat- aræði og heilsufar forfeðra vorra á Norður- löndum, en vitanlega eru fornbókmenntir íslendinga þar höfuðheimildin. Höf. rekur eftir því, sem efni standa til, mataræði og matargerð til forna, en allvíða verður að geta í eyður. En samt tekst honum að gefa þar samfellda mynd og gæða frásögnina lit og lífi. En þess er að gæta, að þótt höf. sé heillaður af hinu sögulega viðfangsefni, þá er bókin samt skrifuð af menneldis- og heilsufræðingi, en í þeim greinum er höf. í fremstu röð á Norðurlöndum. Margar skemmtilegar staðreyndir eru dregnar þar fram í dagsljósið, t. d. að ís- lenzkar húsfreyjur kunnu að gerilsneyða mjólk til skyrgerðar, nær 1000 árum áður en Pasteur varð heimsfrægur fyrir geril- sneyðingu sína, og að Magnús Ketilsson ber fram ,,sýkingarkenningu“ af völdum einhverra illyrma heilli öld á undan þeim Pasteur og Koch. Rúmið leyfir ekki að tilfæra dæmi úr bók þessari, þótt freistandi væri, en þ>ess skal þó getið, að höf. kemst að þeirri niður- stöðu, að mataræðið hafi að langmestu leyti verið dýrafæða. Brauð og grautar nokkuð, en grænmeti skipt litlu máli. Fæða þess hafi verið holl og viðurværi manna gott, enda að langmestu leyti heimaöfluð fæða, en það telur höf. að sé hverri þjóð holfast, er hún aflar sjálf. Öll er bókin fróðleg og skemmtileg og fyllir upp í eyðu, sem annars ber svo rnjög á í sagnaritun vorri. Jón Sigurðsson, Yztafelli: UM DAGINN OG VEGINN. Rvík. 1950. Útg. ísafoldarprentsmiðja. í bæklingi þessum eru 6 erindi, samin til flutnings í útvarpi á næstliðnum árum. Kemur höf. allvíða við og bendir á margt, sem honum þykir miður fara í þjóðlífi voru. Flytur Jiöf. mál sitt djarflega og Jiisp- urslaust, og er því fengur að erindunum á prenti, eins og lrverri þeirri grein, er ræðir vandamál dagsins af áhuga og einlægni. En varla munu menn almennt samþykkja þá fullyrðingu lröf., að bændastétt landsins sé sérstök lrornreka um stuðning af al- mannafé. En liitt er óverjandi, að Ríkisútvarpið skuli ltafa synjað einu erindanna um flutn- ing og látið flytja annað með úrfellingum. Ekkert í erindunum réttlætir þessa fram- komu útvarpsráðs, og er illt til þess að vita, að málfrelsi skuli vera svo takmarkað í lýðfrjálsu landi. St. St. ÞRJÁR UNGLINGABÆKUR. Á undanförnum mánuðum liefur ísa- fold sent frá sér þrjár unglingabækur, sem allar mega teljast í fremstu röð slíkra bóka. Fyrst má geta Sólskinsdaga Jóns Sveins- sonar, sem er 3. bindið í Ritsafni ltans, í þýðingu Freysteins Gunnarssonar. Þetta eru smásögur, er gerast á Akureyri og í grennd. Inn í eina þeirra er ofið erlendum ævintýrum. Það er raunar óþarfi að rita eða ræða um Nonnabækurnar. Þær eru livarvetna um liinn menntaða heim viður- kenndar, sem úrvalsbækur, og lesnar af milljónum unglinga. Og ekki sízt ættu þær að verða vinsælar liér lieima í áttlrögum liöfundarins. Önnur bókin er: Margt getur skemmti- legt skeð eftir Stefán Jónsson. Hefur lröf. lesið liana í barnatímum útvarpsins nú undanfarið, svo ætla má, að lrún sé þegar alkunn. Annars er því ekki að neita, að St. St.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.