Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Blaðsíða 43

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Blaðsíða 43
N. Kv. BÆKUR 33 lieftið, Niels skáldi, hefst á formála eftir Finn Sigmundsson. Næst kemur Úr páttum um Níels skálda eftir Ólaf Sigurðsson og Þorkel Bjarnason. En megin hluti heftisins er sýnishorn úr ritum Níelsar. En öll rit Níelsar eru svo mikil að vöxtum, segir Finn- ur Sigmundsson í formálanum, „að þau myndu fylla nokkur væn bindi. Því er ekki að vænta, að þetta litla kver geti gefið nema mjög ófullkomna hugmynd um við- fangsefni hans, enda er fremur í það valið með tilliti til lýsingar á manninum sjálfum og viðhorfi hans til samtíðarinnar heldur en þess, sem hann kann að hafa bezt ort og ritað.“ Einar Andrésson í Bólu var prýðilega skáldmæltur, og hann hafði ófreskigáfu í ríkum mæli. í VI. hefti Menn og minjar eru 14 kvæði eftir hann, og 13 sagnir um ófreskigáfu hans. Menn og minjar eru mjög eigulegt rit- safn. Þ. M. |. Louis Bromfield: Það, sem aldrei verður endurheimt Helgi Valtýsson þýddi. Skipstjórinn nam staðar sem snöggvast á stigabrúnni og leit upp í hitabeltismyrkr- ið. Hann var ungur maður, miklu yngri en rnagri miðaldramaðurinn, sem stóð úti við öldustokkinn á litlu lystisnekkjunni. Skistjórinn ungi virtist bæði kvíðinn og vandræðalegur. Bendham, eldri maðurinn, var einkennilega sljór og daufur, og leiði hans virtist áþekkur tugaveiklun eða veik- indum. „Eg held ég hætti við að fara í land,“ sagði skipstjórinn. „Farið þér bara í land,“ sagði eldri mað- urinn þreytulega. „Það hækkar í fljótinu, herra. Hvað ætl- ið þér að gera, ef hún slítur keðjurnar?“ „Það er engin hætta á því. Við erum ör- uggir hérna innan við oddann. Eg hef legið hérna áður fyrr — hundrað sinnum." „Mér geðjast ekki að því að fara frá yð- ur, herra.“ Þessu ,,herra“ bætti hann við með tilliti til aldurs Bendhams og stöðu sem eiganda lystisnekkjunnar, og einnig hálfhikandi af virðingu fyrir yfirburðum hans og reynslu sem skipstjóra á þessum slóðum heims. Leiðindi Bendhams ruku af honum í svip sökum þess, að honum rann skyndi- lega í skap, og sagði hálf-hranalega: „Hamingjan góða, maður, eg þekkti hverja straumiðu í fljótinu því arna löngu áður en eg fæddist!" Skipstjórinn lét undan, fetaði sig ofan stigann og hoppaði ofan í skipskænuna. Bendham stóð kyrr við öldustokkinn og hafði gát á kænunni, á þessari háskalegu leið yfir fljótið í örum vexti, áleiðis til þorpsins á bakkanum hinum megin all- langt undan. „Hamingjan góða, geta þau þá aldrei lát- ið mig í friði?“ Hann fann svo átakanlega til þess, að hann varð æstur og sagði þetta upphátt. Jæja. Þá var hann nú aleinn að undan- skilinni konunni sinni, sem lá sofandi niðri í klefa sínum, og svo Malaja-piltinum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.