Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Blaðsíða 47
N. Kv.
ÞAÐ, SEM ALDRjEI VERÐUR ENDURHEIMT
37
þess að finna til hita og óþæginda. Ef til
vill stafaði þetta eingöngu af því, að liún
væri svo ung.
Hann hugsaði sem svo: „Eg má ekki láta
hana verða mér að álögum. Eg má ekki
vera að finna að öllu og setja út á hana í
huganum.“
En sarnt losnaði hann ekki við þá hugs-
un, sem olli honum stöðugs ótta, en það
var grunurinn um, að hann væri að ganga
af vitinu.
Þegar hann næst opnaði augun, sá hann
að Ijósið var ekki lengur á hreyfingu inni
á ströndinni. Hundarnir voru hættir að
gelta, og nú var ljósið úti á fljótinu, og
honum var þegar ljóst, að þetta var ekki
Mason og skipverjar lians að koma aftur,
því að þetta ljós hreyfðist ekki í samræmi
við stöðugt rugg skipsbátsins; ljósið það
arna boppaði og skoppaði og vingsaðist í
allar áttir. Hann vissi því þegar, að hér var
innlend fleyta á ferðinni, létt og hvikul
eins og pappírs-askja, og hann fór að velta
fyrir sér, hver í heiminum gæti átt svo
brýnt erindi og dularfullt, að hann legði
út á fljótið á næturlagi í jafn veikri og
lítilfjörlegri fleytu.
En vitundin um hans eigin eymd og
óhamingju bar forvitnina ofurliði. Hann
reis upp úr stólnum til að hafa gát á ljós-
inu, sem kom í áttina til hans, eins og dul-
arfullur lirævareldur, út yfir straumsollið
fljótið. Hann blátt áfram lokaði augunum,
en heyrði þó enn utan að sér hvin skor-
dýranna eins og daufan þrumunið í fjarska.
Hugur hans hvarflaði til baka til liðinna
ára, og hann tók að velta þessu fyrir sér:
„Hefði eg nú gert þetta eða hitt, myndi
þá allt hafa orðið öðruvísi? Myndi eg þá
hafa þreytzt minna og ekki orðið veikur af
'öllu saman? Eg er auðugur maður. Eg hef
haft heppnina með mér. Eg á fallega konu.
Mig skortir aðeins börn til þess að eiga allt,
sem sótzt er eftir. En eg er nú ekki viss
um, að eg kæri mig um að skáka börnum
inn í heim þennan.“
Er hann hafði setið um hríð í þessum
heilabrotum, hrökk hann skyndilega upp
við það, að eitthvað rakst hægt á skipssúð
ina.
„Þetta er aðeins trjábútur," hugsaði hann
óðar, en trjábolur myndi hafa rekizt snöggv-
ast á skipshliðina og haldið síðan áfram
áleiðis út til sjávar. En þetta hélt áfram að
hnubba í skipssúðina, hægt og skrykkjótt.
Þá mundi hann allt í einu eftir hoppandi
fleytunni með hrævareldinn, og skyndi-
lega áköf æsing gagntók hann allan.
Það var sem tuttugu ár hefðu skyndi-
lega hlaupið frá honum, og hann væri nú
orðinn ungur maður á ný og stæði á þil-
fari fljótasnekkju og biði rétt framundan
kjatTskógarjaðrinum með skammbyssu í
hendi og hverja taug í titrandi spani.
Hann kreppti brúna og magra fingurna
utan um stólkjálkana og varð allur stífur
af áreynslunni við að hlusta. Hjarta hans
sló hraðara, og hann varð þess skyndilega
var, að hann var orðinn lifandi á ný, eins
og hann hafði eitt sinn verið. Viskíið fyllti
hann þægilegum fiðringi, og honum varð
ljóst í djúpum sálar sinnar, að hætta og
jafnvel dauði var smávægilegt og lítils
virði.
Hið eina mikilvæga var það, að nú fann
hann til lífsins á ný, að því er honum virt-
ist, í fyrsta sinn árum saman, síðan kvöldið
góða, er hann kvaddi Albertínu Robb og
hið gamla líf í útjaðri kjarrskógar-rjóðurs-
ins.
Hnubbið í skipssúðinni hélt áfram, og
inn á milli heyrði hann annað hljóð, það
var fótatak í skipsstiganum. Það færðist
upp á við, og næst heyrði hann einhvern
koma gangandi fram eftir þilfarinu.
Tunglið var aftur horfið að skýjabaki,
svo að ókleift var að greina nokkuð gegn-
um þykka skán skordýra, sem safnazt höfðu
utan á nettjaldið.