Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Side 49

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Side 49
N. Kv. ÞAÐ, SEM ALDREI VERÐUR ENDURHEIMl’ 39 og út í bláinn: „Komstu með ferjumanni?" „Nei, eg kom einsömul.“ Hún bandaði höfði á áttina til lands. „Hann var drukk- inn, svo að eg laumaðist af stað. Hann er afskaplega afbrýðisamur.“ Hún leit einkennilega á hann. „Við höfum nú sótt fastara og komizt í liann krappari en þetta áður fyrri, við tvö saman.“ Hún virti ólgandi fljótið að vett- ugi. Og sem snöggvast á ný sá hann ekki fram- ar feitu konuna, heldur Albertínu Robb fyrri ára, fagurlimaða og spengilega, sól- brúna frá hvirfli til ilja — stúlkuna sína, en einnig félaga sinn, jafntrausta hverjum karlmanni, þótt í harðbakka slægi og krappadans. Þann líkama þekkti hann, en ekki þennan. Og alveg að ástæðulausu varð lionum liugsað til Jennýar neðan-þilja, ungrar, bjartrar og svalllyndrar, varðveitt óg vernduð á allan hátt, mjúk og sælleg og munaðleg. Gesturinn settist niður, og það brakaði í legustólnum undan þunga hennar. Svo var að sjá sem henni virtist ekkert óvenju- legt við þessa einkennilegu nætur-heim- sókn. Það var eins og þau hefðu skilizt í munaðarleg. Það er ekki auðvelt að endurheimta hið liðna. Það var ekki auðvelt að venjast hvoru öðru á ný og sitja hér og spjalla saman eins og gamlir vinir, því að þau höfðu verið svo miklu rneira en vinir. Það var ekki auðvelt fyrir Bendham, að sitja hér andspænis þessari feitu konu með fallegu augun og hlýju röddina og vera stöðugt að hugsa um Albertínu Robb, eins og liann sá hana í fyrsta sinn í veit- ingastofunni á Grand Hótel du Cap. Hefði ekki verið augun og röddin, mundi hann hafa haldið, að þetta væri allt önnur kona og verið kaldur og kærulaus. En nú hélt hann áfram að horfast í augu við hana og hlusta á röddina, og það endur- skapaði ekki aðeins sýnilega Albertínu Robb á þilfari Artemis, eða syndandi nakta meðfram hvítri kóralströnd, heldur einnig dökk, ólgandi fljót og hreysiþorp innlendra manna og glampandi sólskin og stjörnum stráðan næturhimin. Nei, þetta var ekki auðvelt, og þau þreif- uðu sig áfram hvort í áttina til annars með hversdagslegum smáspurningum og spjalli. Þetta var auðveldara fyrir hana. Hún virt- ist sætta sig við það, sem orðið var, og telja það óhjákvæmilegt, en innifyrir hjá honum bjó undir niðri ægileg uppreistar- þrá og örvænting. Hún mælti: „Heyrðu. Þér hefur farnazt vel. Eg lief fylgst með ferli þínum smám saman, þegar eg hef náð í brezk blöð. Þú hlýtur að vera orðinn stórríkur." „Eg er mjög rikur. Og þú?“ Hrin saup úr viskí-glasinu, áður en hún svaraði. „Mig — eg á enn dálítið eftir af því, sem þú gafst mér.“ „Eg ætla að sjá um, að þú fáir meira.“ Hún hló. „Nei, eg þarf ekki meira.“ Og honum virtist hún líta háðslega á sig, en hann var samt ekki alveg viss um það. „Eg hef allt, sem eg þarfnast. Eg ætla að fara frá hon- um, þegar næsta skip kemur.“ Hún bandaði höfði í áttina til þorpsins. „Hann veit ekkert um það, og hann fær ekkert að vita, fyrr en eg er farin. Og þá fer eg til Penang.“ Hann grillti eins og í þoku, að þótt Malaja-eðlið liefði numið líkama hennar, þá hefði það ekki numið huga hennar né náð tökum á honum. Hið innra með þess- um feita, málaða líkama, að baki þessara fögru augna bjó Norðurálfu-hugsun, og hún kunni tökin á að særa hann þar, sem viðkvæmast var fyrir. Hún væri með þessu að koma honum í skilning um, að hún væri ánægð með líf sitt, eins og komið væri, og væri að vissu leyti hamingjusöm, að minnsta kosti ætti hún frið í hjarta, og hún

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.