Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Blaðsíða 4
66
NYJAR KVÖLDVÖKUR
hvert handverk, helst trjesmíði, en hann kaus
sjer gullsmíði. Nam hann síðan þá iðn hjá
Indriða Porsteinssyni bónda að Víðivöllum
í Fnjóskadal. Stundaði hann svo þetta hand-
verk heima og á Akureyri, þar (il haustið
1880, að hann fór í Möðruvallaskóla. Var
það fyrsta ár skólans. Stundaði Páll nám
sitt af kappi og tók burtfararpróf vorið 1882
með hæstu einkunn, sem þá var gefin í skól-
anum. Snemma hneigðist hugur Páls að
náttúrufræði. Las hann náttúrufræði mest
allra námsgreina í skóla og seinna skóla-
árið byrjaði hann að skrifa náttúrufræði, eftir
áeggjan Þorvaldar Thoroddsens, sem þá var
kennari við Möðruvallaskóla. Lauk hann
við hana veturinn eftir, en þá stundaði
hann barnakenslu á Völlum á Fljótsdals-
hjeraði.
Haustið 1883 varð Páll kennari við barna-
skólann á Akureyri og skólastjóri árið eftir.
Var hann svo skólastjóri þar til haustið
1901, að hann Ijet af því slarfi, vegna and-
úðar pólitískra andstæðinga hans í bæjar-
stjórn, en kenslu við skólann hjelt hann
áfram þar til 1926, að hann Ijet af starfinu
vegna sjóndepru, og hafði hann þá verið
kennari í 44 ár. Framan af kensluárum sín-
um stundaði Páll heyvinnu á sumrin, uns
hann um aldamótin varð verkstjóri við
hengibrúna á Hörgá og árið 1905 gerðist
hann vegaverkstjóri við þjóðvegi í Eyja-
fjarðar-, Húnavatns- og Þingeyjarsýslum og
hjelt því starfi til 1916, en þá gerðist hann
verksljóri fyrir Akureyrarkaupstað. Þeim
starfa sagði hann af sjer eftir þrjú ár.
Þegar í æsku byrjaði Páll að fást við rit-
störf og að yrkja. Fyrsta ritverk Páls var
sjónleikur, sem hann kallaði »Ekki eru allar
ferðir til fjár«. Var hann leikinn á Akur-
eyri veturinn 1879 og þótti gamansamur
mjög og fyndinn. Leikinn hafði Páll skrifað,
þegar hann sat yfir fje föður síns, og ekki
hafði hann þá kynst öðrum Ieikbókmentum
Pn leikritum Sigurðar Pjeturssonar og Úti-
legumönnunum. En aldrei birtist leikur þessi
á prenti og er nú týndur. Hið fyrsta, sem
birtist á prenli eftir Pál, var smásaga, sem
hjet i>Skin og Skuggi^ en kom út 1882. Var
hún ljelega sögð gamansaga. Um líkt leyti
fóru að birtast eftir hann kvæði í blöðum,
sem vöktu athygli, einkum kvæðið »Fossinn
og eikin.« Varð hann víða kunnur fyrir
kvæði sín og voru kvæði hans mjög söng-
hæf, enda víða sungin og er svo enn í dag.
Þegar jeg, sem þetta skrifa, var lítill dreng-
ur austur á Fljótsdalshjeraði, heyrði jeg
kvæði Páls álíka oft sungin og kvæði Jón-
asar Hallgtímssonar og Steingríms Thor-
steinssonar.
1905 kom út Ijóðabók eftir Pál, sem seld-
ist fljótt upp og var aftur prentuð, aukin að
miklum mun, 1924. 14 leikiit hefir Páll
skrifað alls, sem öll hafa verið leikin á Ak-
ureyri og sum víða um land. Flest hafa
þau verið gamanleikrit, enda hefir Páll haft
opið auga fyrir því, sem gamansamt hefir
verið, og glögt auga fyrir því, sem vel fer
á leiksviði. Á prenti hafa fjögur leikrit hans
birst, »Strikið«, »Happið«,»Þvaðrið«, »Tárin«.
Sjálfur hefir Páll leikið mörg hlutverk, aðal-
lega kýmnispersónur.
Smásögur hafa margar verið prentaðar
eftir Pál í tímaritum og barnabókum, en
hvergi hefir nafn hans staðið við þær.
Sumarið 1887 byrjaði Páll að gefa út blað
á Akureyri, sem hjet »Norðurljósið«, og hjelt
hann ritstjórn þess í fjögur ár, en þá var
blaðið selt til Reykjavíkur. Seinna var hann
ritstjóri »Stefnis« í fjögur ár.
Árið 1885 gekk Páll að eiga Álfheiði Eyj-
ólfsdóttur frá Oeitagerði í Fljótsdal, myndar-
og dugnaðarkonu. Börn þeirra, sem upp
komust, eru: Teódóra, gift Guðmundi Haf-
liðasyni hafnarverði á Siglufirði, Laufey, gift
Jóni E. Sigurðssyni kaupmanni á Akureyri,
og Steinþór, verslunarmaður á Akureyri,
giftur Hallfríði Hannesdóttur frá Siglufirði.
Páll Árdal er vel meðalmaður á hæð,
þrekvaxinn, fríður sýnum og drengilegur í