Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Blaðsíða 23
NYJAR KVÖLDVÖKUR. 85 »Oifta sig! Aldrei!« »Aldrei!« Óberstinn hleypti brúnum. »Hún er ung og auk þess maður. Pað væri ilt, ef hún gæti eigi bundið tiygðir við mann framar, — sannarlega mjög ilt.« »Jeg er hræddur um, að hún hugsi meir á hefndir en hún hugsi um ástir. Ef yður eigi tekst að hafa hendur í hári morðingj- anna, mun hún ef til vill telja sig skylda til að halda Ieiknum áfram, uns yfir lýkur. »Og henni mundi ef til vill hepnast að koma hefndum fram. — Lucrezia — hún mundi vafalaust sverja vendettu eins og Sardiníumaður.* »Hún er búin að því.« »Jæja! Já, hún er af þeim flokki manna, sem ala hatur, því að hún er eins og faðir- inn, þögul og dul, en greifinnan er glað- værðin sjálf. En hvað er jeg að þvaðra? Jeg er að drepast úr þreytu. Jarðarförin er kl. 11. Pað verður mikil og þung raun fyrir vesalings stúlkuna, svo að við verðum að vera hjá henni. Og svo verð jeg að hefja leitina að nýju eftir þessum bansetta Cardi. Æ!« Hann geispaði. »Ef til vill getum við gert það sem ómöguiegt er eða þá neytt hann til að sigla til Ameríku, sem væri heldur ekki svo bölvað.« Auðvitað fylgdu allir þorpsbúar Marel til grafar, þó mest vegna forvitni, og frekja þeirra virtist Norvin ganga guðlasti næst. Hann vissi, að hún mundi aðeins bæta á raunir greifinnunnar. Hún var svo úrvinda af þreytu og niður- beygð af sorg eftir jarðarförina, að hún gerði eigi boð eftir Notvin fyr en tveim dögum síðar. Pegar hann kom til Terranova, þólti hon- um vænt um að sjá, að hún hafði mist hina óeðlilegu sjálfstjórn sína. Pangað til hafði verið ill mögulegt að segja nokkur huggunarorð við hana, því að hún hafði borið sig betur en nokkur hinna, og harm- ur hennar var svo þungur, að öll huggun var gagnslaus. En nú skulfu vaiir hennar og hún var föl yfirlitum og virtist nú loks þarfnast hluttekningar. »Jeg veit ekki, hvers vegna j’g gerði boð eftir yður,« mælti hún, »nema ef það skyldi vera vegna einveru minnar, sem nú er byrj- uð, og jeg eigi þori að horfast í augu við.« »Jeg hefi beðið. Svo mun það ætíð verða, greifinna. Jeg skal koma, þótt jeg verði hinumegin á jörðunni, þegar þjer þarfnist liðsinnis míns.« Hún brosti þreytulega. »Pjer eruð svo góður. Jeg vissi, að þjer biðuð. Það er svo undarlegt að vita, að hann er dáinn,« — hún kom eigi upp orðunum fyrir geðs- hræringu og augu hennar fyltust af tárum, — »og að heimurinn lifir áfram eins og ekkert hefði ískorist, en jeg ein er skilin eftir með sorg mína. Pjer getið eigi beðið með mjer. Pjer verðið að fylgjast með þeim hinum. Pjer ætluðuð yður að fara heim, og það verðið þjer líka að gera, því að þjer hafið störfum að gegna, sem bíða yðar.« »Hugsið eigi um það. Jeg fer ekki burt fyrst um sinn. Jeg lofaði Martel —« »Þjer Iofuðuð honum? Svo að hann hefir þá haft ástæðu til að óttast ?« »Hann vildi ekki viðurkenna hugsanlegan möguleika, en hann hefir hlotið að hafa hugboð um, hvernig fara mundi.« »Ó, hvers vegna treysta menn á sjálfa sig, þegar konur geta gert betur! Hefði hann sagt mjer frá þessum ótta, hefði jeg getað sagt honum, hvað gera skyldi!« Eftir stutta þögn mælti hann: »Jeg fjekk fremur slæmar fregnir að heim- an í dag.« Hún leit spyrjandi á hann og hann hjelt áfram: »Jeg vona, að það sje engin alvara á ferðutn. Móðir mín er veik og hefið símað eftir mjer.« »Þjer farið þá auðvitað heim?« »Nei, jeg hefi reynt að skýra ástæðurnar fyrir henni og nauðsyn þess, að jeg verði hjer enn. Ef henni versnar ekki, verð jeg hjer og hjálpa Neri við Ieitina.« »Mjer er mikil huggun í því, að hafa yð-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.