Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Blaðsíða 22
84 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Lögreglumenn og hermenn þyrptust til Terranova og San Sebastiano. Peir leituðu f fjöllum og á vegum, í bústöðum og pen- ingshúsum, dölum og skógum — en hvergi fanst neitt, er leitt gæti til handtöku Cardis eða Narcones. Neri óbersti skýrði þetta fyrir Norvin, þegar hann reið inn í San Sebastiano, eftir að hafa setið á hestbaki í 36 klukkustundir. »Það er þessi helvítis La Mafia,« mælti hann. »Almenningur tekur innilegan þátt í sorg greifinnunnar og þó þorir hann ekki að sýna tilfinningar sínar. Menn þora ekki að segja það, sem þeir vita. Trúið mjer. Menn þeir, sem við leitum að, felast ekki í skógunum. Peir eru hjer í San Sebastiano eða öðrum þorpum rjett við nefið á okkur. Ef til vill ganga þeir óáreittir á götum Palermo, Bagheria eða Messina, eftir þeim tekið, þektir og um þá rætt af mörgum, en þó getum við eigi handlekið þá. Við höf- um handtekið 50 manns, svo að jafn marg- ar sýknanir verða búnar til áður en sól er af lofti annað kvöld. Petta er nægilegt til að gera mann bandvitlausan og þjóðinni skömm, en þó er þetta Sikiley!« Hann bölvaði og sneri upp á yfirskeggið með titrandi höndum. »Svo að þjer eruð að verða vonlaus?« »Nei, jeg hafði aldrei neina von, því að jeg þekki fólk þetta, En við gerum það, sem við getum.« »Getið þjer eigi unnið í kyrþey?* »Það cr gert, en við erum of margir. Við gerum of mikinn hávaða. Sikileyingar tor- Iryggja lögin og þó einkum nágranna sína. Peir eru þögulir og skynsamir: Pað, sem eigi skiftir mann neinu, er ekkert talað ura, hvorki ilt nje gott, og er það þáttur í upp- eldi Sikileyinga. En segið mjer nú, hvernig vesalings barnið á Terranova berst af.« »Jeg hefi ekki sjeð hana síðan við bár- um lík Martels heim. Jeg gat ekki sjálfur farið, en jeg sendi orð til hennar, að hún skyldi láta mig vita, ef hún þyrfti einhvers með. Mjer finst svo langt síðan — «. Neri kinkaði kolli. »Jeg hefi aldrei sjeð slíkan harm. Mjer vöknar um augu. Hún var svo kyrlát. Eng- inn grátur. Engin óp. Pað var hræðilegt. Veikgerðar konur berast eigi þannig af. En að yður er einnig þungur harmur kveðinn og jeg held, að þjer hafið eigi notið meiri hvíldar en jeg.« »Jeg get engarr hvíldar notið,« mælti Blake sljólega. »Jeg get einungis hugsað.« Hann skýrði eigi frá því, hvers eðlis þær hugsanir höfðu verið, sem markað höfði drætti í and- lit hans á 36 klukkustundum. í stað þess horfði hann óttasleginn á herforingjann, til þess að sjá, hvort hann hefði getið sjer til um sannleikann. Blake hafði staðið sig að því, að lfta þannig á alla, síðan nóttina hörmulegu, og hann var sífelt undrandi yfir því, að hafa getað varðveitt leyndarmál sitt. Honum fanst, að allir hlytu að þekkja hann og fyrirlíta hann, alveg eins og hann fyrirleit sjálfan sig, en í þess stað tóku allir mestu hlutdeild í raunum hans og það var aðeins skoðað sem sönnun fyrir bragðvísi þorparanna, að þeir hefðu eigi sært út- lending. Alla þá stund, sem liðin var frá dauða vinarins, hafði Blake rannsakað hugskot sitt og það var ekki þægileg sýn, er hann sá þar. Hann reyndi stundum að afsaka framkomu sína fyrir sjálfum sjer með því að hann væri úttaugaður á sál og líkama af þreytu og taugar hans eyðilagðar, en hann komst ætíð að þeirri ömurlegu niður- stöðu, að hann hefði eigi staðist raunina. Honum var fróun í að tala við Neri. »Jeg hefði gaman af að vita, hvað greifa- innan ætlast fyrir,« sagði hann. »Hvað mundu aðrir hafa gert? Hún syrgir langa stund, en svo mun tíminn smám saman græða harma hennar. Hún mun minnast Martels eins og dýrlings og giftast syndara eins og yður eða mjer.«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.