Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Blaðsíða 8
70 NÝJAR KVÖLDVÖKUR ursokkinn í þetla hjerna. Segðu mjer: Hvernig hefirðu komist yfir þennan stranga?« Málarinn leit hirðuleysislega á hann. »Strangann? — Mjer var sendur hann fyrir nokkrum dögum.« »Hver sendi?« »OamalI karl, sem jeg hitti á veitingahúsi og varð málkunnugur. Hann kom heim til mín nokkrum sinnum, því að mig langaði til að teikna hann, en jeg náði aldrei tökum á kariinum. Seinast, þegar hann kom, hnje hann alt í einu niður á gólfið, þar sem hann sat og blaðaði í rissbókinni minni.« »Hvað starfaði hann?« »Ekkert; lifði af eignum sínum; kallaði sig umboðsmann. Steensen hjet hann — hver skollinn! »Lischen« heitir það einnig.« »AIveg rjett,« sagði umsjónarmaðurinn, »fg jeg gæti best trúað, að hún væri dóttir hans.« Skov glápti á hann steinhissa. »Heldurðu að það geti verið? En hvað það væri gaman!« »Ekki held jeg það,« sagði umsjónarmað- urinn, »því að hann fanst dauður í herbergi sínu í morgun. Jeg neyðist til að taka þessi skjöl til mín, þar til á morgun. Við skul- um ekki orða þetta við ungfrúna fyr en við vitum vissu okkar. Get jeg fundið þig síð- degis á morgun?« »Eflaust. Hamingjan~góða! Er karlinn dauður? — Og heldurðu virkilega?« — »Jeg held það, en jeg veit það ekki með vissu. Afsakið mig fyrir ungfrú Steensen, að jeg fer á undan teinu. Jeg ætla að fara heim og alhuga skjölin í næði —.« Þegar umsjónarmaðurinn kom daginn eftir, sátu þau saman og biðu hans. Það var auðsjeð, að málarinn hafði sagt henni frá grun umsjónarmannsins, því að hún leit á hann kvíðafullum, spyrjandi augum. »Þjer heitið Elísa Steensen?« spurði hann. »Já.« »Og faðir yðar var umboðsmaður í stjórn- arráðinu?* »Já.« »Þá verð jeg, því miður, að tilkynna yð- ur lát hans. Hann dó í gærmorgun. Þessi strangi, sem hann sendi Skov, inniheldur dagbók hans og erfðaskrá. Faðir yðar virðist hafa gengið út frá því, að hann ætti engan erfingja á lífi. Það er rjettast, að þið lesið bæði dagbókina. Á morgun kem jeg aftur eða þið til mín, ef þið viljið það held- ur. Skov getur hringt til mín?« Þau opnuðu skrifbókina og lásu: 14. mal 1896. í dag fæddist lítil stúlka. Það er merki- legur viðburður. Jeg titra enn, svo að jeg get ekki skrifað jafnt. En sú hepni, að það skeði ekki áður en jeg fór á skrifstof- una í morgun! Jeg hefði ekki getað gætt skyldu minnar. 28. maí. Einkennilegar eru konurnar. Jeg var inni í kvöld til þess að sjá litlu stúlkuna baðaða. Þegar þær tóku hana úr vöggunni, Ijetu þær hana í fangið á mjer, til þess að lofa mjer að halda á henni. En hvað hún var ljett! Og þá varð jeg einhvern veginn svo undarlegur í handleggjunum, þegar jeg fann, að þetta var lifandi vera, sem jeg hjelt á, að jeg þorði bókstaflega ekki að hreyfa mig. Jeg var svo hræddur um, að jeg kynni að missa hana eða brjóta litlu limina. Svo tók mamma hennar við henni, tók reif- arnar af, þvoði henni og kútvelti eins og hverjum öðrum hlut. Mjer kom ósjálfrátt í hug, að annaðhvort hafa konur ekki eins þroskað sálar- og hugmyndalíf eins og við karlmennirnir, eða þá að þær hafa fengið í vöggugjöf lægni til að fara með börn, sem nálgast öryggi dýranna. 22. júni. í dag var hún skírð og heitir Elísa, í höfuðið á móður sinni.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.