Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Blaðsíða 16
78 NYJAR KVÖLDVÖKUR er óskiljanlegt, að jeg skuli ekki vera leiður á lífinu. Mjer er sagt, að jeg hafi legið og mundi eflaust hafa dáið, ef dyrnar hefðu ekki verið sprengdar upp. Petta kemnr heim við það, sem læknir einn sagði, er jeg var barn að aldri. Jeg var þá fárveikur af inflúensu, sem var nýr sjúkdómur og hjet þá »La Qrippa«. »í þetta sinn hafði hann það af,« sagði hann, »en það verður að gæfa þess, að hann fái hana ekki aftur, því að þá má búast við, að hann sofni og vakni ekki aftur.« Lengi vel fjekk jeg ekki inflú- ensu. En nú á seinni árum er jeg farinn að fá hana aftur, en aldrei svæsna, sef í nokkra daga og svo er það búið. Jeg hefi líka alt af verið varkár, en þegar konan mín var jarðsungin, hafði jeg gleymt skóhlífun- um og þá kom »La Orippa« aftur. Jeg hefði eflaust sofnað til fulls, ef dyrnar hefðu ekki verið sprengdar og jeg fengið næringu og lyf. Pað fyrsta, sem jeg heyrði, var, að jeg hefði erft föðurbróður minn. Hann hafði látist daginn sem konan mín var jörðuð. Hann var áttræður. Jeg vona, að jeg verði ekki svo gamall. 11. janúar. Ekki höfðum við búið nema skamma stund í Marstal, þegar konan mín vildi að við flyttum þaðan. Svo tók hún saman föggur okkar og við hjeldum niður að eim- skipinu. Marstal er lítill bær og jeg hygg, að allir íbúarnir hafi verið niður við höfn- ina til þess að kveðja kunningja og vini, sem með skipinu fóru. En enginn kærði sig um okkur og mjer fanst jeg vera svo mikill einstæðingur, þegar jeg sá fólkið veifa höttum og vasaklútum, að jeg tók að veifa í ákafa, eins og jeg kveddi einhvern. Pannig var það líka í rauninni, án þess að mig grunaði það þá. Jeg kvaddi konuna mína. Hún hafði hruflað sig á nagla, þegar hún var að útbúa farangurinn. Svo kom blóð- eitrun í sárið og hún dó. Jeg var sljór og veikburða eftir þetta síðasta áfall, en þó finst mjer jeg hafa átt eilthvað eftir að gera viðvíkjandi konu minni, Við lifðum saman í tuttugu ár og aldrei varð okkur sundur- orða, en nú get jeg ekki annað en spurt sjálfan mig, hvort jeg hafi í rauninni nokk- uð þekt hana. Meira að segja finst mjer nú, að jeg hafi aldrei sjeð hana. Nei, jeg veifaði bara út í loftið. Jeg er þreyttur. 8. febrúar. Jeg er ráðinn á skrifstofu hjá manni, sem er umboðsmaður fyrir sápuverksmiðju. Einu sinni var jeg kgl. embættismaður. En jeg varð að komast á skrifstofu aftur. 1. mars. Jeg gat ekki haldist við á skrifstofunni. Það var alt öðruvísi en í sfjórnarráðinu. Par þurfti jeg ekki að gera annað en fást við skjölin. En hjer var jeg neyddur til að umgangast mennina og sjá þeirra hræði- legu augu. Jeg varð að 'fara. 3. mars. Pegar jeg sá mennina, hvarf auða rúmið brott, og jeg man, hvað jeg átti og hvað jeg hefi mist. Jeg er ógæfusamasti maður á jarðríki, en þó vildi jeg ekki skifta á kjör- um við nokkurn mann. — Jeg bý yfir ógur- legu leyndarmáli. 6. mars. Jeg hefi sjeð óvættirnar. 7. mars. Leyndarmálið er, að mannkynið er upp- rætt án þess nokkur viti það. 8. mats. Óvætfunurn er illa við mig af því að jeg sje þær. — Árum saman hefi jeg setið í ofurlitlum aldingarði og snúið baki við því ilia. Jeg hefi horft niður í bikara gróandi blóma og inn í augun á barni, sem Ijek sjer, og það veitti mjer frið og yndi. En úti í heiminum lokaði jeg augunum eða horfði niður fyrir mig, því að einhver innri rödd sagði mjer, að jaar væri ekkert fagurt að sjá. En augu mín urðu h r e i n í litla garðinum og þegar jeg neyddist til að líta upp, komst jeg ekki hjá því að sjá, hvern- ig mennirnir voru komnir. Jeg sje oft inst inni í augum þeirra blaktandi, deyjandi líf, sem er beir sjálfir. En óvættirnar liggja á þeim sigurglaðar og stara græðgislega út um augu líkamans. 9. mars. Óvættirnar eru mismunandi. Sumar eru lúnskar og undirförular, aðrar eru rotnar og fúlar, og enn aðrar grimmar og hræðilegar, en rán og eyðilegging er markmið þeirra allra. Mjer er óskiljanlegt, hvernig þær hafa komist í fyrstunni inn í mennina, án

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.