Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Blaðsíða 11
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 73 10. október. Mennirnir eru ekki góðir, að minsta kosti ekki þeir, sem hafa ekki eignast börn. Jeg sýndi Lystoft umboðsmanni mynd í dag. »Þetta er litla stúlkan mín,« sagði jeg. Hann leit sem snöggvast á myndina og spurði svo: »Hvað er hún gömul?« Síðan fór hann að taia um myndavjelina, hvað hún hefði kostað og svo framvegis. Jeg gat að vísu ekki krafist áhuga af honum, en þá fyrst tók jeg eftir því, að augu hans voru kuldaleg og báru vott um eigingirni. Jeg hafði ekki tekið eftir því fyr og var þó bú- inn að sitja andspænis honum í mörg ár. Maður veit ekkert um lífið fyr en maður hefir reynt það sjálfur. — Jeg veit það ekki með vissu, en þó held jeg, að jeg fari ekki oftar með myndina á skrifstofuna. Jeg hefi alt af haft hana í brjóstvasanum og litið á hana öðru hvoru. En þeir geta tekið eftir því og spurt, hvað þetta sje, og jeg vil ekki sjá kæruleysið í augum þeirra. Mjer hefir að vísu liðið vel þarna efra, en heimili er helgidómur. 29. október. — Jeg kem heim frá skrifstofunni. Hún þekkir mig og brosir. Maður nokkur kem- ur inn í herbergi. Barn sjer hann og brosir. — Jeg skil ekki, nei, jeg skil ekki, hví allir menn eru ekki góðir. Jólanóttina 1896. Jeg hefi sjeð jólaljósin speglast í augum barnsins míns. Gleðilegu jól! Yndisiegu jól! Nýársdaginn 1897. Svo göngum við inn í nýja árið, í þetta skifti þrjú. Af öllu hjarta þakka jeg gamla áiinu, sem færði okkur EIísu litlu. Jeg er sjálfur fæddur á ný. 2. mars 1897. Hún hefir verið lasin af afleiðingum bólu- setningar, en nú er það liðið hjá. Smávægi- legir atburðir geta vakið djúpar tilfinningar og hugsanir. Þessi litla rispa á handleggn. um er það ógurlegasta, sem jeg hefi lifað. Jeg vissi reyndar, að það mundi ekki saka hana, en hún horfði svo undrandi á okkur, sem hjeldum hendinni, í staðinn fyrir að forða henni frá vonda manninum, sem skar. Jeg kendi mig máttvana og ógæfusaman af því að jeg gat ekki rjett fram mirin eigin arm, í staðinn fyrir hennar og tekið á móti sárinu og afleiðingunum. Þetta var að vísu smávægilegt, en jeg sá nú bregða fyrir misk- unnarleysi lífsins, sem færir hverju lífi mæli fullan af viðfangsefnum, sem það verður að fást við. Jeg hugsaði kvíðafullur til fram- tíðarinnar og sagði: »0, margt getur komið fyrir, sem íaðir getur ekki haidið frá barni sínu, jafnvel þótt hann fórnaði lífi sínu.« 3. maí. Hún getur staðið ein. Hún vissi ekki af því og hjelt að hún stæði við stólinn. Hún hafði gleymt að halda sjer og svo færði mamma hennar stólinn. Auðvitað datt hún, er hún varð þess vör. Nú þorir hún það vel. Lífið vex fyrir augum vorum. Við sjáum undur og virðist það eðlilegt. Og á meðan hefir lífið vaxið í oss sjálfum. 14. maí. Eitt ár. Hún leikur sjer við fyrstu brúðuna. 20. maí. Nú er hún farin að ganga. Hún vaggar á litlu skónum um gólfið. Á kvöldin standa skórnir við vögguna hennar og bíða eftir næsta morgni. Þeir virðast svo Iifandi, að jeg held næstum, að þeir hafi sál. En það er nú bara af því, að hún hefir haft þá á fótunum og haldið höndunum um hálsinn á mjer. Hvar sem hún hreyfir við, vaxa blóm, jafnvel úr auðninni. 1. júní. »Pabbi!« — Ef skáld ætlaði að reyna að lýsa tilfinningum sínum, þegar þetta orð er 10

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.