Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Blaðsíða 33

Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Blaðsíða 33
NYJAR KVÖLDVÖKUR. 95 HÖFUÐBOEGIR. 3. París. Höfuðborg Frakklands og næst stærsta borg Evrópu er París. Eftir fólkstali 1921 hafði Paris 2,900,000 íbúa, en ef talin eru kjördæinin St. Denis og Sceaux, sem eru áföst við París, verður íbúa- talan 4,441,000. Þessi fjögur og hálf miljón manna býr á fleti, sem er aðeins 11 kin. frá austri til vesturs og 9 km. frá norðri til suðurs, enda er borgin einhver pjettbýlasta í allri Evrópu. Næstum allar byggingarnar eru há hús. Loftslagið, sern er mjög þægilegt og heilnæmt, er til mikilla bóta og sama er að segja um hina stóru og mörgu skemtigarða, hin breiðu stræti og hin mörgu trje, sem gróðursett eru meðfram strætunum. Fljótið Seine rennur gegnum borgina frá austri til vesturs og skiftir lienni i tvent, sem Parísarbúar kalla hægri bakka (nyrðri hlutann) og vinstri bakka (pann syðri). í sjálfu fljótinu eru tvær Iitlar eyjar: St. Louis og Cité. Á þessum eyjum voru á Iöngu liðnum öldum hin elsta París. Borginni er skift í 20 kjördæmi, sem hvert hefir sinn borgarstjóra (Maire) og að nokkru leyti stjórnar sjer sjálft. Kjördæmi þessi eru tölusett, en pó er enn pá mjög algengt, að hvert kjördæmi er nefnt með nafni (t. d. BatignoIIes, Grenelles, Montrouge, Mont- martre o. s. frv.). í kringum sjálfa borgina liggur enn pá nokkur hluti að hinum gömlu víggirðing- um, sem enn voru notaðir til varnar 1870—1871, en pær eru nú smátt og smátt að hverfa og rýma fyrir nýjum borgarhlutum. Töluvert af virkjum er i kringum París. En eftir reynslunni í heiinsstyrj- öldinni miklu virðist pó nytsemi peirra vafasöm. Umferð í pes6ari stóru borg fer fram sumpart nieð hring-brautum (ganga fyrir gufu) og sumpart af viðtæku kerfi af neðanjarðarbrautum (ganga fyrir rafmagni), sem kallað er „Metro“. Hjer við bæt- ist ca. 50 almenningsvagna-linur (bifreiða) og ca. 130 rafmagnssporvagna-línur. 1923 taldist svo til, að notaðar væru yfir 100,000 bifreiðar, en sjálf- sagt eru pær nú orðnar 150,000. Þar að á'uki er heill hópur af Iitlum gufubátum á Seine. — Umferð um götur og stræti er afskapleg, næstum óvið- ráðanleg, en regla ágæt. Miðstjórn umboðsstjórn- arinnar er I höndum Seine-amtmanns, lögreglu- amtmanns og bæjarráðs, „Conseil municipal", með 80 meðlimum, nefnilega 4 frá hverju kjördæmi, og á meðal peirra borgarstjóri hvers kjördæmis. Lög- reglu-, vatnsleiðslu-, skóla- og fátækramál eru fyr- irmynd, hreinlæti og lýsing einnig, og Paris er einhver heilnæinasta borg i Evrópu. Enkennilegt er pað við París, að vöxtur hennar stafar ein- göngu af innflutningi. Það deyja miklu fleiri i Par- ís en fæðast. Hjer um bil 60°/o af íbúunum hefir atvinnu sina af handiðn og vjelaiðnaði. Sjerstak- lega er skrautiðnaður, fatagerð og tískuskraut alls- konar aðalatvinna fjölda manna. Mjög iniklar tekjur hefir París af hinum afskaplega ferðamanna- straum, sem færa henni árlega miljarðá. Önnur tekjulind er sú, að nokkrarpúsundir af rlkum útlend- ingum býr par og eyða tekjum sínurn. Engin borg er eins auðug af skrauthýsum og París. Notre Dame kirkjan, Invalidehótelið, Sigurbogipn, Troca- dero, Madeleine-kirkjan o. fl. Hjer við bætast stærstu listasöfn heimsins (Louvre og Luxembourg) og bókasöfn, hin stóru breiðstræti, leikhúsin, söfn og minnismerki, púsund undraverk, sem öll vekja undrun og aðdáun ferðamannsins og gefur París rjett til að vera talin fegursta og mest aðlaðandi borg heimsins^ Paris var pegar kunn Iangt aftur i fornöld. Kunnugt er t. d. að árið 52 f. Kr. kallaði Cæsar, sem pá hafði brotið undir sig Galliu (Frakkland), saman ráð af galliskum höfðingjum í Lutetia Paris- iorum, litlum bæ á eyjunni Cité í Seine-fljótinu, og á miðöldum óx París að stærð og útliti. Árið 1200 var háskóli stofnsettur par og svo nafnkunn var guðfræðisdeild hans, að hún hafði um 20,000 stúdenta. Þá pegar hafði París 100,000 íbúa. í kringum 987 varð París höfuðborg Frakklands. Á nýju öldinni hefir París lifað 4 stjórnarbyltingar: 1789, 1830, 1848 og 1871 (,,Parísar-bæjarfjelagið“), og prisvar sinnum verið alsett framandi hersveit- um: 1814, 1815 og 1871.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.