Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Blaðsíða 21
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 8T »Sannleikann, Signore, í nafni Krists! Þjer segið, að hann sje myrtur, en jeg veit, að það er lygi.« Ein af konum þeim, sem við voru, reyndi að sefa hana, en hún tók þá að æpa og fleygði sjer fyrir fætur Ameríkumannsins og grátbað hann að segja, að þetta væri misskilningur. »Það er ómögulegt, að faðir minn sje dauður,« hrópaði hún. »Hann var hjer fyrir klukkustund og þá kysti hann mig.« Hún vildi eigi láta huggast, svo að það varð að bera hana burtu. Undir eins og hún var farin, tók Neri óbersti að spyrja Norvin spjörunum úr, og alt af stóð Marg- herita greifinna þegjandi hjá og starði á hinn þreytta mann, þar til hann þoldi eigi lengur mátið, en tók höndum fyrir andlit sjer og grjet með þungum ekka. Honum virtist sem allir hlytu að vita hið sanna og sjá skömm hans. Hann var veik- ur af sjálfsleiði. Hann óskaði, að hann væri dauður eins og Marfel og jafnvel að hann fengi að deyja strax til þess að sleppa við þessar pyndingar. »Hvers vegna bíðið þjer?« hrópaði hann loks. Datt honum Martel í hug, þar sem hann lá úti á ömurlegum fjallveginum. »Hvers vegna sækið þjer hann eigi?« Neri mælti í sefandi róm: »Hjálpin kem- ur bráðum, Signore. Þjer gætuð eigi enn setið á hestbaki.« »Jeg?« Blake rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Svo að þeir væntu þess af honum, að hann Iegði aftur af stað út í náttmyrkrið og vísaði þeim veg til ógna þeirra, sem hann var nýflúinn frá! Hann ætlaði að neifa að fara. Samt sem áður beitti hann öllu viljamagni sínu til þess að ná stjórn yfir sjer. Hann skjögraði á fæfur og mælti: »Komið þá! Jeg er til!« »Strax! Strax! Hingað koma menn með H§sta ^ftir aneiartak,« Svo bætti Oberstinn við: »í guðs nafni! Getið þjer eigi komið greifinnunni burtu?« Blake gekk til ungu stúlkunnar, lagði skjálfandi hönd á handlegg hennar og mælti stamandi: »Grejfinna! Þjer — þjer —« Hann gat ekki komið meiru upp og leit bænaraugum til hinna. »Þjer sögðuð, að hann væri látinn?« spurði hún sljólega. »Hvernig mátti það verða, þar sem þjer fullvissuðuð mig um, að engin hæfta væri á ferðum?« »Jeg vissi það ekki. O —«. Hann leit niður fyrir sig. »Hefði það bara verið jeg í hans stað.« Hún kinkaði kolli. »Það hefði verið betra.« Innan úr húsinu heyrðust ópin í Lucreziu og greifinnan hrópaði: »Vesalings barnið! Þeir hlífðu ekki einu sinni Ricardo, en þeg- ar öllu er á botninn hvolft — þá var hann aðeins faðir hennar.« Mannaraddir og fótatak heyrðist úti fyrir og undirforingi úr herliðinu kom inn og heilsaði yfirboðara sínum. »Við erum til, Signore.« Greifinnan rjetti úr sjer og mælti : »Komið þá! Jeg er einnig til.« »Guð varðveiti yður!« stamaði Neri. »Þjer ætlið þó aldrei með?« Hann tók í hendi hennar og Ieiddi hana frá dyrunum. »Nei, barnið mitt! Við förum einir. Þjer verðið að bíða.« Hann kinkaði kolli til Blake og þeir gengu út í uppljómaðan garðinn, en hún stóð ein- sömul eftir í anddyrinu eins og líkneskja úr fílabeini. VI. KAFLI. Ný ákvörðun. Öll Sikiley ætlaði af göflunum að ganga af reiði, er frjeítist um morðið á greifanum af Martinello og ráðsmanni hans. Öll Ítalía talaði um það og heimtaði hefnd.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.