Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Blaðsíða 14
76 NÝJAR KVÖLDVÖKUR 10. júlí. Þeir eru farnir að sveima í kringum hana. Jeg hefi sjeð rósbylgjur æskunnar í andlili hennar, þegar hún er meðal þeirra. Hár mitt er grátt, en því get jeg ekki glaðst með henni án angurværðar? Einu sinni var gleði okkar yfir kjól og brúðu sameiginleg. Er jeg þá eigingjarn faðir? Jeg, sem vildi leggja lífið í sölurnar fyrir hana. Já, gæti jeg það, þá tilheyrði hún mjer, eins og gleði hennar yfir brúðunni. 20. október. Hvers vegna fæ jeg henni ekki bókina? Hún á nú hugsanir, sem hún þarf að láta í Ijós, en getur ekki trúað neinum fyrir. Nú kemur hún ekki lengur áköf og einlæg til mín og segir: »Pabbi, hvað heldurðu að jeg hafi verið að hugsa núna?« Ef til vill heldur hún dagbók á laun. Er þar nokkuð um pabba? Nei, um hann þarf ekki að s k r i f a ?« Laufið fellur af trjánum þarna úti og hvirflast í allar áttir. Trjen standa nakin, því að blómin, sem þau báru, fljúga burt með storminum. Enginn veit hvert þau fara. — Jeg hefi borið þig í fanginu. Lík- lega manstu ekki eftir því. Lofaðu mjer að hafa þessi gömlu blöð. Dagbókin geymir ekki svip þinna hugsana, heldur hjarta föð- ur þíns. 3. mars 1915. Jeg skil ekkert í móður liennar, hún, sem hefir þó fætt hana af sjer! Blache er að vísu duglegur skrifstofumaður. Hann er ríkur og faðir hans er kammerherra. Auð- vitað verður þetta einhverntíma, en jeg get ekki skilið þennan ákafa í móður hennar, og mjer er ómögulegt að þola augnaráð hans, er hann horfir á Elísu. Pað kvelur mig að sjá hana roðna undan tilliti hans. Og mjer sárgremst, þegar móðir hennar er að gera veður út að Blache. Henni þykir víst heiður að gullhömrum hans. Og yfir höfuð er öll framkoma hennar eins og hún sje að egna fyrir hann með dóttur sinni. Eða er það jeg, sem sökin hvílir á? Geii jeg þeim rangt til? Mundi jeg ef til vill Iíta alla sömu augum, sem þætti vænt um Elísu? Er jeg eigingjarn faðir? Ann jeg barninu mínu ekki hamingjunnar? Jeg trúi því ekki um sjálfan mig, en vona þó, að því sje þannig varið. Jeg met hann einkis, og þess vegna hefir mjer skjátlast. 10. april. Enn þá hefir hann ekki hafið bónorðið. Ó, Elísa! Jeg sje angist þína og kvíða og þó þykir mjer vænt um, að hann hefir ekk- ert sagt. Mjer finst jeg vera brotlegur gagnvart þjer. En jeg trúi honum ekki. Ó, að hann færi brott! Pú ert ung og mundir gleyma. Marstal, 5. ágúst 1916. Mjer er sagt, að jeg hafi verið veikur. Jeg man ekki eftir því. Jeg sje það á almanakinu, að mjer hefir horfið eitt ár. Pau segja, að það hafi farið meðan jeg var veikur. Nú man jeg — en það hlýtur að vera Iangt síðan — að maður stóð með brauðhníf í höndum og ætlaði að drepa Blache. Þau sögðu, að það væri jeg. Nú man jeg Iíka eftir nokkrum skjölum í stjórn- arráðinu, sem þeir sögðu að væru skökk. Mjer var ókunnugt um þessi skjöl, en þó var rithönd mín á þeim. Peir sögðu, að jeg skyldi sækja um lausn. Jeg man ekki til, að jeg sækti um lausn, en þó Ijet jeg af embætti. Jeg minnist þess, að jeg sá mann ganga út úr stjórnarráðinu og jeg heyrði sagt, að hann væri geðveikur. Einhvern veginn fanst mjer þessi maður vera jeg sjálfur. — Petta er Marstal. Jeg veit ekki, hvernig við höfum komist hingað. Konan mín segir, að það hafi orðið meðan jeg var veikur. Hún segir, að jeg hafi þarfnast kyrðar og jeg hafi ekki þolað að sjá garð- inn. Já, við áttum garð, — og svo seldi

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.