Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Blaðsíða 7

Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Blaðsíða 7
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 69 »Stundum,« sagði málarinn hlægjandi. Svo hjelt hann áfram: »Pá átti hún lítinn dreng. Nú er hann dáinn, skrifar hún, efalaust úr tæringu. Þá undi hún þar ekki lengur. Mjer þykir vænt um, að hún skuli koma, því að þólt jeg hafi ótal sinnum teiknað hana, þá hefi jeg aldrei getað gert það svo að mjer líkaði. Jeg veit það að vísu ekki, — en jeg hefi það á til- finningunni, að f i n n i jeg hana í raun og sannleika, þá verði það m y n d , sjáðu til. Þá skulu þeir mega hneigja sig.« »Hverjir?« »Listdómararnir.« »Þeir eru nú alt af Ijúfir við þig.« »Jaá,« sagði málarinn dræmt. Þeir komu á járnbrautarstöðina í tæka tíð og Skov kynti þau ungfrú Steensen og Heide lögreglu-umsjónarmann. »Og nú drekkum við öll te heima hjá mjer,« sagði hann. Svo hjeldu þau af stað. Málarinn Ijet dæl- una ganga og umsjónarmaðurinn virti fyrir sjer ungu stúlkuna, sem hann þekti svo vel frá teiknibókinni. Skov hafði rjett fyrir sjer, hann hafði ekki íundið hana enn þá. Mynd- irnar voru í sjálfu sjer góðar, en þær sýndu þó aðeins mannlega gleði. Dásamlega brosið hennar, sem í raun og veru gaf til kynna, að hún byggi yfir harmi, hafði Skov ekki ráðið við. í brjefakassanum lá »KvöldbIaðið«. Mál- arinn greip það í snatri og stakk því í vasa sinn. Svo sýndi hann ungfrú Steensen hvar teið og bollarnir væru og flýtti sjer aftur til Heide. »Þú afsakar að jeg lít í blöðin,« sagði hann. »Það á að vera dómur þar um sýn- inguna. Jeg vil sjá hvað þeir skrifa, þorsk- hausarnir þeir arna. Þú getur litið í eitt- hvað þarna á borðinu meðan »Lischen« býr til teið.« Hann breiddi út blöðin og fann brátt það, sem hann leitaði að. Heide svipaðist um eftir einhverju, sem hann gæti stytt sjer stundir við. Hann nam staðar við gráan stranga, sem bersýnilega hafði verið rifinn upp í flýti og kastað svo skeytingarleysis- lega til hliðar. »Er hjer launungarmál ?« spurði hann. »Nei, skoðaðu það bara,« sagði málarinn, en leit ekki upp. »Hver fjandinn!« hrópaði hann litlu síðar. »Datt mjer ekki í hug. Þessi venjulegi þvættingur. Eins og það sje nokkuð athugavert við það, að lifa af því að mála?« Umsjónarmaðurinn svaraði ekki. Hann hafði tekið í sundur strangann og var far- inn að lesa í gamalli skrifbók. »Taktu nú eftir,« sagði málarinn. »Fram- úrskarandi litskyn, fæddur málari o. s. frv. Fjandinn og allir hans árar! Og þetta hjer: Herra Skov hefir tvímælalaust mikla listgáfu. Hann hrífur mann undir eins. En á eftir hlýtur maður samt sem áður að spyrja: Hvar er persónuleikinn? Og hvað er listin án persónuleika? Þegar maður athugar myndir Skov, þá freistast maður til að breyta orðum H. C. Andersens í »Nýju fötin keis- arans« og segja: Já, en þjer eruð alt of mikið klæddur! Keisarinn sjest í rauninni alls ekki«. Hann fleygði blöðunum til hliðar og fór að ganga um gólf. »Persónuleiki,« sagði hann gremjulega. »En sá þvættingur! Hver fjandinn er þessi persónuleiki? — — Hver fjandinn er þessi persónuleiki, segi jeg?« hrópaði hann. Umsjónarmaðurinn var sokkinn niður í bókina og svaraði út í hött: »PersónuIeikinn er barn, sem maðurinn getur á sjerstaklega alvarlegu augnabliki við heiminum og nærir svo á hjartablóði sínu fram í andlátið.« Málarinn glápti á hann. »ViItu segja þetta aftur?« sagði hann. Umsjónarmaðurinn leit upp. »Segja hvað?« spurði hann. »Þetta, sem þú sagðir áðan.« »Fyrirgefðu,« sagði hann. »Jeg man ekk- ert hvað jeg var að segja. Jeg var svo nið-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.