Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Blaðsíða 20
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 62 L A MAFIA. Saga eftir REX BEACH. (Framh.). Flugeldaskotin á Terranova voru að enda komin og aðdáunaróp heyrðust hvaðanæfa. Donna Teresa studdist við arm óbersta Neri og mælti við hann: »Enginn nema hinn eyðslusami Martel hefði getað glatt þessa vesalinga með slíkri veislu. Og Margherita! Hafið þjer nokkru sinni sjeð hana eins fallega og í kvöld?« »Aldrei!« mælti óberstinn. »Ó, þessi Martel! Jeg gæti hatað hann, ef mjer þætti ekki vænt um hann.« »Já, Martel — Madonna mia! Hvað er þetta ?« Hún hætti alt í einu og benti á innganginn. í skininu frá Ijósum trjánna sáust nokkrir menn koma hlaupandi og stefna á gras- hjallann og hrópuðu þeir eitthvað í æsingu. Kona ein æpti eitthvað óskiljanlegt, en hljóm- urinn í rödd hennar olli því, að öll glað- værð datt í dúnalogn. í miðjum hópnum, sem kom, skjögraði maður einn. Hann var berhöfðaður, útat- aður í ryki og reikaði eins og drukkinn maður. »Það hefir einhver meitt sig!« hrópaði óberstinn. »Maledetto! Það hafa verið áflog enn á ný.« Hann slepti hendi förunautar síns og flýtti sjer niður tröppurnar. Þegar hann var kominn miðja Ieið, nam hann skyndilega staðar og glápti á manninn. Svo sneri hann sjer við og hrópaði til gömlu konunnar: »Bíðið mín! Verið kyrrar þarna!« En frú Fazello hafði sjeð og þekt hið hvíta andlit og hrópaði: »Hei!aga guðsmóðir! Ameríkumaðurinn !« Hinir gestirnir á svölunum tróðust að og spurðu áhyggjufullir, hvað að væri. »Hvað hefir skeð, Signore?« hrópaði Neri óbersti. »Talið.« »La Mafia!« stundi Blake upp. »Martel — er —« Hann hefði dottið, hefði eigi hermaður einn gripið hann. »Við mættum þeim í skóginum. Cardi —« »Cardi!« endurtók óberstinn hvatskeyt- islega. »Cardi!« hrópuðu margir óttaslegnir. Donna Teresa rak upp nístandi óp. Greif- innan kom að í þessum svifum. »Cardi!« hrópaði hún. »Hvað er það, sem á gengur?« »Farið, Signorine. Gerið það fyrir mín orð,« mælti óberstinn. »Hina hörmulegustu óhamingju hefir að höndum borið.« Hún tók ekkert eftir því, sem hann sagði, en sneri sjer að Norvin. Hann leit á hana og kinkaði kolli og hún lokaði augunum og reikaði, en mælti engin æðruorð. »Farið burt með hana,« stundi hann. »Guð minn góður! Skiljið þjer ekki?« En greifinnan kom til sjálfrar sín og benti honum að halda áfram. Hann sagði sög- una, en hjelt sjer á meðan í óberstann, svo að hann dytti ekki, en höfuð hans hnje til beggja hliða afllaust. Þegar hann var bú- inn, heyrðist reiðikliður í mannfjöldanum. Neri skipaði þeim reiðilega að þegja. »Farið nokkrir yðar niður í þorpið og skerið þar upp herör. Segið Sandro og mönnum hans, að koma og hafa aukahesta.« Svo var Blake hjálpað inn í anddyrið og var þar kyrlátara og minni glundroði en úti. Lucrezia Ferara, sem verið hafði inni og því fengið sorgarfregnina síðust allra, kom þjótandi með litlausar varir og starandi augu og hrópaði:

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.