Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Blaðsíða 10

Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Blaðsíða 10
n NÝJAR KVÖLDVÓKUft slarfi mínu, svo að það er nú aðeins að verða vegurinn, en ekki takmarkið. Pað kemur iðulega fyrir, þegar jeg er á leiðinni í stjórnarráðið, að jeg fer að hugsa um Elísu og garðinn (fyrir mjer er það órjúf- anlegt samband), í staðinn fyrir störfin, sem bíða mín. Áður var heimili mitt sá staður, sem jeg dvaldi á frá því að skrifstofan lok- aðist og þar til hún opnaðist aftur. Nú er svo komið, að mjer finst jeg oft vera einn af þeim, sem hafa embætti sitt aðeins fyrir fjeþúfu, til þess að geta sjeð heimili sínu farborða. Og jeg bíð þess nú með óþreyju, að skrifstofudyrnar lokist. Auðvitað tek jeg rögg á mig á slíkum augnablikum og reyni að vera sjerstaklega iðinn og dugleg- ur, en alt í einu gægist Elísa litla og garð- urinn upp á milli skjalanna eins og vetrar- sóleyjan upp úr moldinni og jeg verð dauð- hræddur um, að jeg geri einhverja vitleysu. Reyndar finst mjer gamla nafnið, sumar- sóley, betra. 7. júlí. Pað verður raunar eins rnikið fyrir mig eins og Elísu litlu, sem jeg skrifa þessa bók. Jeg verð að skrifa til þess að Ijetta á sál minni. Áðan var jeg inni til að horfa á hana. Hún var óróleg og grjet. Jeg ótt- aðist, að eitthvað gengi að henni, en mamma hennar sagði, að hún væri bara svöng og tók hana í fangið. Litli munnurinn fann óðara brjóstið og hún fór að sjúga. Jeg gat næstum sjeð, hvernig hún dró lífskraft- inn til sín. Hún varð undir eins róleg. Litlu, rjóðu kinnarnar hennar tútnuðu, en ofurlítil tár hjengu í augnahárunum og voru svo átakanleg á björtu og ánægðu andlit- inu. Pegar hún var orðin mett, sofnaði hún, en brosið hvíldi áfram á vörunum, eins og hún vissi, að hún var glöð, enda þótt hún svæfi. Jeg varð svo hrærður, að jeg varð að fara inn á herbergi mitt til þess að geta verið einn. Og er jeg hallaði mjer aftur á bak í stólnum og lokaði augunum, varð jeg þess var, að tár voru á mínum eigin augnahvörmum og jeg varð gripinn af ósegjanlegri samúð með barninu. Jeg varð aftur barn eins og hún og það var eins og að vera í guðsríki. Svo mikill sak- laus fögnuður fylti sál mína, að mjer var næstum óbærilegt, að geta ekki látið hann í Ijós. En í því tilliti var jeg álíka van- burða og Elísa litla, sem aðeins gat látið tilfinningar sínar í Ijós með brosi og tárum. Jeg gerði víst hvorttveggja. Mjer fanst jeg verða að Ijetta á sál minni og greip því bókina. Pví að þetta er nokkuð, sem eng- um er hægt að segja. 19. júlí. Jeg held áreiðanlega, að eins og litla stúlk- an teygar óafvitandi styrk og heilbrigði af brjósli móður sinnar, eins dragi jeg, án þess að ætla það, Iífskraft og hamingju til mín frá barninu. Allar hugsanir mínar hvíla í saklausu öryggi hjá því, eins og það væri sá sterki og jeg sá veiki. Sannarlega skil jeg fyrst nú, hvernig herrann lætur þá smáu kalla hina stóru. 25. júli. Mjer verður ósjálfrátt að líkja saman þeim tilfinningum, sem barnið vekur hjá mjer, og þeim, sem gripu mig, er jeg sá fyrstu hvífu og grænu sóleyna í garðinum. Parna var hún eins og ofurlítið sumar, óx í mínum eigin garði og boðaði sólskin, sem mundi koma, og blóm, sem mundu verða mín. Og jeg varð bæði hryggur og glaður. En hvað var það á móti því, sem nú er? — Eins og sólargeisli á vetrardegi hjá sjálfu sumrinu. 5. ágúst. Hún er farin að hjala, Hún liggur bros- andi í vöggunni og litli munnurinn býr til ótal trillur. Pað er eins og Iævirkjasöngur og sólskin. 7. september. Við höfum Ijósmyndað hana. Jeg hefi keypt Ijósmyndavjel og ætla að mynda hana smám saman, eftir því sem hún stækkar.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.