Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Blaðsíða 31

Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Blaðsíða 31
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 93 Svo er þá fyrsti þáttur sumarleyfis míns á enda, sjóferðin til Hamborgar. Miklir eru þeir draumar og margar eru þær ókunnu myndir, sem reika um huga minn, þegar jeg hugsa um alt það, sem bíður mín á á þessu sumri í fjarlægum löndum. En alt af er þó ísland vitamarkið. Lloyd Hotel í Hamborg 19. mai 1928. -------- Hólaskóli hinn forni. (Framh.) Pjetur biskup Nikulásson var merkur mað- ur. Hann reisti dómkirkju á staðnum, lík- lega árið 1395, og var þetta hús síðasta vígi kaþólskrar trúar og menningar á ís- Iandi. Stóð kirkja þessi 231 ár, en kirkja sú, er Jörundur biskup hafði reisa látið um 1294, fauk á þriðja í Jólum árið 1394. En kirkju Pjeturs biskups tók af í norðanroki 16. Nóvbr. 1624. Nú munu menn spyrja: Hvar lærðu prest- arnir ? Enginn skóli var haldinn að Hól- um tímunum saman. Er því til að svara, að mentunarástand klerka á síðara hluta 14. aldar og á 15. öld var mjög bágborið, en þó fór altaf fram ofurlítil kensla í klaustr- unum, og stöku klerkar kendu heima hjá sjer, eins og Iengi hefir tíðkast hjer á landi. Ennfremur má telja víst, að biskuparnir hafi látið kenna messusöng, þó að þess sje ekki getið. — Drepsóttir þær, er gengu hjer á landi, bæði í byrjun 15. aldar (svarti dauði) og í lok hennar (plágan síðari eða enski svitinn) bitu bakfiskinn úr þjóðinni. Eftir svarta dauða Iifðu eftir af lærðum mönnum aðeins sex prestar, þrír djáknar og einn munkur í öllu Hólabiskupsdæmi. Má sjá af þessu, hvernig komið var andlegu lífi þjóðarinnar, því að prestarnir voru þó einu mennirnir, sem nokkur andlegur gróður stóð af í þann tíma. Jón biskup Arason (1524—1550) hjelt eigi skóla, svo að menn viti, en hann brautst í því að fá prentsmiðju hingað til lands, og var það stórt menningarspor. Var hún sett niður á Breiðabólstað í Vest- urhópi. Jón Arason kunni eigi Iatínu, að minsta kosti svo að teljandi væri. Hann hafði lært að Iesa og skrifa og syngja tíða- söngva og annað það, er kom við prest- legu embætti. Var hann þó gáfumaður og hið bezta skáld hjer á landi í þann tíma. En úr því að biskupinn kunni ekki Iatínu, hvernig haldið þjer að þá hafi verið farið lærdómi klerkanna yfirleitt? Pað er nokk- urnveginn augljóst.*) II. Reglulegur skóli hefst ekki á Hólum fyr en eftir siðskifti. Páll Hvítfeld (Hvidfeldt) var skipaður höfuðsmaður á íslandi 1552, og er erindis- brjef hans gefið út 13. Martsmánaðar. Sama árið gefur höfuðsmaður út reglugerð í 11 greinum fyrir tvo latínuskóla á íslandi, að konungsboði, en hún er hvorki dagsett nje staðsett. — Biskupum er skipað að setja á stofn skóla á biskupssetrunum og ráða skólameistara, en skólameistarinn átti að kjósa sjer undir- *) Mönnum var kent að lesa Davíðs sálma og aðrar tíðabækur, sem pá var venja að pylja í kirkjum og klaustrum, en alt í belg og biðu. Við þetta sat um klerklegan Iærdóm langan aldur. Munkar og klerkar kendu piltum að lesa islenzku og skrifa og grallarasöng. Vanpekkingin lá eins og pykk poka yfir landinu. —

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.