Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Blaðsíða 27

Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Blaðsíða 27
NYJAR KVÖLDVÖKUR 6Ö yggi yðar og hamingju í hinni fjarlægu Am- eríku. Verið þjer sælir!« Hann kysti á hendi hennar og sór með sjer þann eið, að vígja henni alt sitt Iíf. VII. KAFLI. Leitin byrjar. Tíu mánuðum síðar sfeig Norvin Blake aftur á land í Messína og tók morgunlest- ina vestur til Terranova. Meðan hann var að koma ferðatöskum sínum fyrir í einu horni klefans og sjálfum sjer í öðru, fanst honum hann kenna undrunar yfir því, að alt skyldi vera óbreytt. Bærinn var jafn til- breytingalaus og óhreinn og áður, þegar hann fór burtu, og betlararnir jafn larfalegir og nærgöngulir eins og áður. Hann átti bágt með að átfa sig á því, að 10 mánuð- ir væri eigi Iangur tími, því að honum virt- ust þeir hafa verið jafn langir og 10 ár, og 10 ár síðan hann fór frá Sikiley. Hann hafði átt við ýmsa erfiðleika að stríða þennan tíma, ýmsar breytingar og tek- ist á hendur mikla ábyrgð. Hann hafði víða farið, gett mikið, átt við margvíslegar áhyggjur að stn'ða og þó hafði hann nú, sjer til stórtjóns og vinum sínum til angurs, horfið frá þýðingarmiklum skyldustörfum, aðeins til þess að koma aftur til Sikileyjar eins og hann hafði lofað. Hann hafði aðeins heyrt lítið eitt um greifinnuna þennan tíma, því að hún hafði sjaldan svarað brjefum hans og þá sfutt og fálega. Síðasta brjef hennar, sem orðið var gamalt, hafði komið þeirri skoðun inn hjá honum, að henni væri lítið um hann gefið og gert hann hræddari og hræddari eftir því sem nær varð samfundum þeirra. Hann las það í hundraðasta sinni, þegar lestin lagði af stað úr bænum: »Kæri vinur! — Brjefið yðar góða var mjer kærkomið og jeg þakka yður fyrir hluttekningu yðar í málum mínum á Terranova, en fyrst forlögin hafa á svo margan hátt sýnt, að líf yðar er bund- ið við Louisiana, en ekki við Sikiley, bið jeg yður um, að láta alt fara eins og fara vill og hætta við að koma hing- að aftur. Þjer getið ekkert gert hjer, sjerstaklega vegna þess, að ótti yðar fyrir okkur hefir reynst ástæðulaus. Pað er vinsamlega og riddaralega gert af yður, að bjóða að fara hina löngu leið frá Ameríku, en við það mundi ekkert græðast, get jeg fullvissað yður um, og það mundi kosta fórn frá yðar hendi, sem jeg eigi gæti þegið. Jeg vinn, en Htið hefir skeð, er máli skiftir eða geti talist til uppgötvunar. Jeg ætla ekki að linna látum, fyr en mjer hefir tekist áform mitt. Við tölum um yður og þykjumst góðu bættar, að eiga vináttu yðar, sem virðist svo nálæg, þótt milli okkar sjeu mörg hundruð mílur. Undir öllum kringumstæðum megið þjer eigi skoða yður skuldbundinn við loforð yðar um að koma aftur, því að það var ekkert loforð, heldur aðeins óeigingjarnt tilboð, Enn einu sinni end- urtek jeg, að för yðar hingað mundi verða gagnslaus og valda yður von- brigða. Auk þess vona jeg, að þjer hafið hitt konuna, sem þjer mintust á við mig, og að hún þarfnist yðar. Okkur líður ágætlega. Við höfum enga áætlun gert enn um störfin. Yðar þakkláta Margherita Ginini. (Framh.). 12

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.