Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Blaðsíða 6

Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Blaðsíða 6
68 NÝJAR KVÖLDVÖKUR hugaði líkið. Munnurinn var stirðnaður í brosi, eins og af undursamlegri gleði — eða yfirnáttúrlegri hamingju, hugsaði um- sjónarmaðurinn. Ef til vill var það aðeins dauðinn, sem hafði gefið brosinu þennan bjarma af æðri visku eða hvað það nú er, sem menn hugsa sjer um hið óþekta. »Hann átti enga vini, segið þjer,« sagði umsjónarmaðurinn við veitingakonuna. »Nei, ekki svo að jeg viti,« svaraði hún, — »nema þeir hafi verið úti í bæ. Það kom enginn til hans; hann bjó einn og fór út til að borða, að undanteknum tveim síð- ustu dögunum. Þá lá hann í kvefi.« »Þökk! Þetta er gott,« sagði umsjónar- maðurinn og veitingakonan fór til her- bergis síns. »Það er víst ástæðulaust að gruna------« sagði umsjónarmaðurinn. »Já,« sagði læknirinn. »Þetta virðist vera eðlilegt. En ef þjer viljið, þá getum við opnað hann.« Umsjónarmaðurinn hristi höfuðið. »Farið með líkið út á stöðina,« sagði hann við lögregluþjóninn. »Finnið lyklana að dragkistunni og skápnum þarna, og ef þjer verðið varir við eitthvað merkilegt, þá komið þjer með það á lögreglustöðina.« »Það skal gert,« sagði Iögregluþjónninn og fór að róta í fötunum á stólnum. Læknirinn Iaut niður að rúminu og tók upp pappírsblað. »GamIa svín!« muldraði hann. »Hvað eruð þjer að segja?« spurði um- sjónarmaðurinn. Læknirinn rjetti honum blaðið. »Hjer getið þjer sjeð reglulegan óþverra kveðskap.« Umsjónarmaðurinn tók við blaðinu. Það var gamalt og gulnað blað, sem rifið hafði verið úr vasabók. Skriftin var aðeins nokk- urra daga gömul. Þar stóð: 8. mars 1918. Augu mannanna eru úr gleri. Og eftir nokkurt millibil; Ástin er þvættingur. Hver kona er lauslát. Jens Aðólf Steensen. »Það lítur út fyrir, að þetta sje lians and- lega erfðaskrá,« sagði læknirinn. »Sjáðu hvernig hann glottir! Þrjóturinn hefir gengið til hinnar liinstu hvíldar með saurlífishugs- anir. — Hvenær verður það á morgun?* »Klukkan átta,« svaraði umsjónarmaður- inn. »Funduð þjer lykilinn?« »Hann var í buxnavasanum,« sagði þjónn- inn og gekk að dragkistunni. »Það er gott.« Umsjónarmaðurinn og læknirinn fylgd- ust að niður þrepin. — Það var um kvöldið klukkan sjö, sem umsjónarmaðurinn mætti Vilheim Skov mál- ara. Hann ráfaði um götuna, glaðlegur að vanda. »Ert þú bara að slæpast?« spurði málarinn. »Já, jeg er að ljetta mjer upp á eftir matn- um. En þú? — Skoðar stúlkurnar?« »Nei, jeg ætla á járnbrautarstöðina til að sækja eina. Hún kemur frá Berlín.« »Nú, færðu hana þaðan?« »Hún er dönsk,« sagði málarinn alvar- Iega. En þá fyrst varð hann broslegur, því að það var rjett eins og alvaran væri í kynnisför á andlitinu. Það bar næstum því of ljós merki um æsku og líkamlegt heil- brigði til þess að alvaran gæti átt þar bústað. »Jeg kyntist henni, þegar jeg var í Ber- lín,« sagði hann. »Raunar þekkir þú hana vel,« bætti hann við brosandi. »Þú hefir sjeð teiknibókina mína. Manstu ekki eftir »Lischen« ?« »Henni!« hrópaði umsjónarmaðurinn upp yfir sig. — »Já, þá kannast jeg áreiðanlega við hana — bæði framan, aftan og á hlið.« »Hún var ákaflega góð við mig,« sagði málarinn. »Það eru nú stúlkurnar vanar að vera,« sagði umsjónarmaðurinn.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.