Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Blaðsíða 13
NYJAR KVÖLDVÖKUR
75
fallegt leikfang, líkt og þeir, sem telja blóm-
in aðeins skraut. Mjer er illa við þessa
áfergju; jeg get ekki sagt hvernig á því
stendur, en mjer finst þeir óhreinka loftið
í kringum hana — andlega sjeð.
l. júlí.
Pað var gott að jeg keypti þennan garð.
Þau Elísa eiga vel saman. Börn eru lík
blómum, þegar þau fá að vera óáreitt. Lífið
er svo fagurt og hreint, þegar maður sjer
það í líki barna og blóma, sem fá að dafna
eftir eðli sínu. Blóm í tilbúnum skraut-
vöndum og börn, sem dintir foreldranna
hafa kalkað utan, eru ekki lengur falslaus.
Slík börn hafa ekki sín upprunalegu augu.
Svipurinn ber vott um þótta og sjergæð-
ingsskap. En börn og blóm, sem fá að
vaxa í friði, þau eru yndi augnanna og
hamingja sálarinnar. Elísa litla, hreina, hvíta
Iilja! Jeg vildi að jeg gæti gróðursett lim-
gerði úr hugsunum mínum f kringum þig,
gerði úr rósum og látið þyrnana snúa út.
6. október 1912.
í dag var hún fermd. Ó, þið uraðslegu,
horfnu ár. Þaó, sem óskrifað er um ykkur,
táknar hamingju og þökk. Jeg skrifaði ekki
af því að jeg talaði við hana, talaði við
veru, sem óx og horfði á lífið og horfði á
mig björtu augunum sínum. Á meðan elt-
ist jeg og varð gamall, án þess að vita af
því, og litla stúlkan mín óx og dafnaði, án
þess að gefa því minsta gaum. Mig lang-
aði til að þessi dagur gæti orðið hátíð fyr-
ir okkur þrjú. Þá hefði jeg afhent henni
bókina með fáeinum kveðju- og þakkarorð-
um að skilnaði, því að jeg get í sannleika
sagt, þó að hún sje dóttir mín, þá hefir
h ú n gefið m j e r lífið, — mitt innra líf.
En móðir hennar vildi endilega, að gestir
kæmu, og jeg hygg, að Elísa hafi viljað það
sjálf, svo að jeg Ijet undan. En gestirnir
settu annarlegan svip á hátíðina og jeg varð
feiminn og þegjandalegur eins og jeg er
alt af, þegar jeg er meðal ókunnugra. Jeg
geng næstum því með lokuð augu milli
manna. Mjer var ómögulegt að taka fram
bókina, sem snertir það eina í heiminum,
sem jeg hefi skilið, það eina, sem jeg hefi
horft á opnum augum. Jeg ætla að hafa
hana enn um stund. Mjer finst jeg eiga
hana óskiftari, meðan jeg skrifa í dagbók-
ina hennar. Á skírnardegi hennar horfði
jeg frá þessum blöðum til stundarinnar,
sem nú er liðin og þess vegna get jeg
ekki slitið þau frá mjer. — Ó, barnið mitt,
það eina sem jeg á! A 11, sem jeg á.
1. mai 1913.
Nú hvarflar hugurinn til liðinna daga, er
hún var að byrja að ganga og það endur-
tekur sig margsinnis, en vekur ekki alt af
sömu gleði. Börnin fara að ganga, þau
fara í skóla og við gleðjumst, því að við
göngum ofurlítið á undan eða samhliða.
En sá tími nálgast, er fótatak þeirra verður
hraðara en okkar, þau ganga á undan okkur
í þá átt, sem við getum ekki fylgt þeim í.
Þau fara að tala og við gleðjumst yfir orð-
unum, sem við sjálf höfum kent þeim. Þau
fara að hugsa og hjarta okkar titrar af fögn-
uði, er við sjáum að sál kemur í ljós. En
þeir dagar koma, er þau eiga hugsanir, sem
við þorum ekki að skilja. Jeg hefi lesið
þær í augum Elísu litlu, þegar hún reikar
um stoíurnar með hálílukt augu og löngu
augnahárin skyggja á augun, sem áður voru
svo opin og einlæg, Jeg veit hvað þetta
þýðir, því að þannig hefi jeg ráfað um
skrifstofuna í seytján ár. Jeg veit, að augna-
lokin hvelfast yfir innra heimi, sem enginn
má sjá. Barnið mitt, dóttir mín, litla, góða
Elísa! Jeg veit, að draumarnir eru vaknaðir
hjá þjer og hvísla um líf, sem einhversstaðar
bíði þín. Og jeg vil gleðjast með þjer,
þegar gæfan sýnir þjer brosið, sem dregur
þíg frá okkur. En eintnanalegt verður í
litla garðinum þínum og einmanalegt í hjarta
föður þíns.
10*