Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Blaðsíða 28

Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Blaðsíða 28
90 NYJAR KVÖLDVÖKUR 1 SUMABLEYFI 1928. Eftir Jón Sigurðsson kennara. Pað var dálítill kveðjuklökkvi í mjer, þeg- ar »Goðafoss« lagði frá bryggju á Akureyri fimtudaginn 10. maí, kl. 7 að kvöldi. Við vorum tveir íslendingar — jeg og Gunnar Guðlaugsson skátaforingi á Akureyri — sem tókum okkur far utan. Gunnar ætlaði með skipinu til Hull og þaðan til London, en jeg ætlaði til Hamborgar. — — Við fengum ágætt veður austur með landi og var það lítt frásagnavert ferða- lag. En mjög þykir mjer alt af gaman að sjá Austfjarðafjöllin og ekki er að undra, þótt margar kynjasögur hafi þar skapast meðan fólk alt var uppfult með hindurvitna- og forynjutrú. Fjöllin eru há og brött og víða með stórum hvylftum, svo að undir tekur við minsta skruðning. En uppi á fjailabrúnunum standa steindrangar hjer og hvar, eins og jötunlíkön, en á öðrum stöð- um eru þeir lágir og slúta fram úr berg- stöllunum, rjett eins og tröllkona, sem situr og seiðir til sín einhvern beitarhúsmann eða prest úr kirkju sinni. Eitthvað hefir ferðamaðurinn verið hræddur, sem fór um Mjóafjarðargilið, sá skessu þar á klettasnös og heyrði hana svara sjer: »Jeg er nú að kroppa seinast um hauskúpuna á honum síra Snjóka.« Sá, sem þessar línur les og leggur síðar leið sína um Austfirði, sjerstak- lega Norðfjörð og Mjóafjörð, ætti að athuga þessa bergrisa á skuggasælu en heiðríku síðkvöldi og vita, hvort honum verður ekki líkt og mjer, að honum hætti að standa á sama og finnist eitthvert undarlegt seið- magn fara um sig. Laugardaginn 12. maí, kl. 5, lagði »Goða- foss« út úr síðustu höfn á íslandi, Eskifirði. Veður var gott, en stinningsgola af austri lengi fyrst. Aunars var alt af ágætt veður meðan við vorum í hafi. Fæieyjar sáust mjög óglögt síðari hluta sunnudags. Mánu- daginn 14. maí kl. 6 að morgni komum við að Sólskerjum, hinu alkunna víkinga leyni fornmanna. Sólsker eru við norðvest- urhorn Skotlands. Innan við Sólsker tekur við Pentlandsfjörður, milli norðurenda Skot- lands og Orkneyja. Þar er fögur siglinga- leið, enda var veður hið besta. Strer.dur Orkneyja eru víðast lágar og sendnar, en eyjarnar voru nú hvanngrænar og snotrir bændabæjir blöstu við vítt yfir að sja. Okk- ur Gunnari fanst við vera komnir til frænda okkar, þegar Orkneyjar komu í Ijós, og við skildum við þær hálfdaprir í huga kl. 12, eftir tæpra ó kl.stunda sigtingu austur fjörð- inn. Norðaustuihornið á Skotlandi er hið fornkunna Stiaumnes. Par er viti og piýðis- fallegt vitahús í kasfalastíl. Húsið var hvít- málað með harauðum lisfuin og skar sig ir.jög vel úr við grænu flatneskjuna inn til landsins. Annars var þessi kastalabygging það eina, sem jeg sá, innan breska heims- veldisins, er mjer fanst að dálítið hefði verið hugsað um, að hafa nokkurt fegurðar- eða snyrtibragð á. Pegar »Goðafoss« beygði suður með Skotlandsströnd, lagðist svo mikið mistur yfir, að við sáum ekkert til lands fyr en kl. 8 um kvöldið. Prír enskir sjómenn, sem með okkur voru, sögðu, að svona væri æfinlega yfir Bretlandi. Mikið var af skipum þarna í Norðursjón- um. Eftir að fór að rofa til með kvöldinu, sá jeg það best. Jeg horfði á þessa fljót- andi iðu, þar tii jeg varð klökkur yfir. Mjer fanst þetta minna mig á straumiðu al-lífs. Skip komu í Ijós fram undan og til beggja handa, runnu fram hjá og hurfu, og sam- stundis komu ný og alt af ný og ný. Petta

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.