Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Blaðsíða 26

Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Blaðsíða 26
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 88 foringinn, »og þjer urðuð að fara, þó að nauðsynlegt hefði verið, að þjer væruð hjer. Pjer hefðuð hjer ekkert að gera, fyr en morðingjarnir eru handsamaðir, og jafnvel þótt svo væri, efast jeg um, að þjer gætuð endurþekt nokkurn þeirra.« »Jeg held jeg gæti þekt Narcone, hvar sem jeg sæi hann.« Óberstinn ypti öxlnm. »Jörðin hefir gleypt Narcone, Cardi og alla hina. Við eru jafn- nær nú og þegar við hófum leitina. Ef til vill er það heppilegt, að þjer verðið eigi neyddur til að vitna gegn nokkrum, þá gæti eigi það, að þjer eruð útlendingur, frelsað yður — frá óþægilegum afleiðing- um.« Norvin velti því fyrir sjer, að ef þetta væri satt, þá væri hætta sú, er vofði yfir greifinnunni, alveg yfirgnæfandi, og eftir stutta þögn skýrði hann óberstanum frá því, hvers hann hefði orðið áskynja í Terranova. Neri stóð á fætur mjög æsiur og tók að ganga um gólf. »Ó! Hún er vitstola!« hrópaði hann. »Hvað getur hún gert, sem við erum eigi þegar búnir að gera? Hún vinnur ekkert annað við þetta en steypa sjálfri sjer í glötun!« »Það er jeg líka hræddur um. Pess vegna kem jeg aftur til Sikileyjar eins fljótt og jeg get.« »Jæja, svo að þjer ætlið að koma aftur? Martel var heppinn að eiga annan eins vin og yður, Signore. Við verðum báðir að gera hvað unt er, til þess að koma í veg fyrir þessa heimsku. Pjer megið vera þess fullviss, að jeg skal leggja mig í líma á meðan þjer eruð fjarverandi.« Óberstinn rjetti honum hendina og Norvin fanst sjer Ijetta, að vita ungu stúlkuna eiga einn vin sjer við hlið, ef í harðbakkana slæist. Hann vildi þó ekki, þrátt fyrir alt, fara svo í burtu frá Sikiley, að hann reyndi eigi enn í síðasta sinn, áð telja greifinnunni hughvarf. En hún sagði honum blíðlega, en þó ákveðið, að ákvörðun sín stæði óhögg- uð, og ef hann reyndi oftar hið sama, mundi hún taka því mjög illa. »Viljið þjer eigi einu sinni bíða, þar til jeg kem aftur?« spurði hann. Hún hristi höfuðið og brosti dapurlega. »Við skulum ekki gabba okkur sjálf, ami- co mio. Pjer komið eigi aftur.« »Jú, það geri jeg. Þjer neyðið mig að hverfa aftur, hvort sem jeg vil eða eigi.« »Hafið er stórt. Lífið gengur sinn gang. Pjer þurfið að lifa yðar lífi. Pjer hafið marg- ar skyldur. Martel var einungis vinur yðar. Pví er annan veg varið með mig. Mitt líf var hluti af hans lífi og skylda mín lætur mig eigi í friði.« »Pjer hafið enga ástæðu til að segja, að jeg muni gleyma.* »Það er gangur lífsins. Svo er líka hin stúlkan. Pjer hittið hana. Ef til vill verðið þjer gæfusamur.« En hann svaraði þrákelknislega: »Jeg kem aftur til Sikileyjar.« »Hvenær?« »Jeg veit það ekki. Eftir mánuð — í mesta lagi tvo.« »Pað væri indælt að vita af yður nærri sjer,« mælti hún hugsandi, »því að jeg er einmana, mjög einmana, og fyrir mig er það hvíld og friður, að vera hjá yður. En jeg get ekki lofað því, Signore. Ef þjer eigi gleymið, ef þjer vilduð hjálpa mjer, mundi jeg þakka guði og vera fjarska glöð. En jeg vil ekki óska þess. Pað væri órjett.« Rödd hans skalf, er hann mælti: »Jeg ætla mjer að sýna yður, að líf yðar er ekki vonlaust, er ekki eyðilagt, og að enn er eitt- hvað að vinna fyrir.« Hún rjetti honum tvær kaldar hendur og leit djúpt í augu honum, en hafi hún sjeð, hvað í þeim stóð, þá Ijet hún það eigi á sjer sjá, hvorki í augum eða rödd. »Martel mundi hafa þótt vænt um, að vita yður nærri mjer, er jeg viss um,« mælti hún, »en jeg ætla aðeins að biðja fyrir ör-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.