Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Blaðsíða 5
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
67
framgöngu. Hann var orðlagður fyrir verk-
lægni, enda þólti vegagerð hans ágæt.
Kennari var Páll góður. Hann er mjög
vel að sjer, sjerstaklega þó í. náttúrufræði
og íslensku. Af nemendum var hann elsk-
aður og virtur og öllum samkennurum hans
mun hafa þótt mjög vænt um hann. í trú-
málum hefir Páll jafnan verið frjálslyndur.
Hann var á yngri árum mjög áhugasamur í
stjórnmálum og fylgdi þeim þá jafnan, sem
lengst gengu. Sjáifstæðisflokknum fylgdi
hann að málum, en á síðari árum mun hann
hafa talið sig fylgja íhaldsflokknum, en ekki
á þó Páll þar. vel heima, því að enn þá,
þrátt fyrir 71 ár að baki, er hann frjálslynd-
ur og víðsýnn í flestum málum.
Bindindismaður hefir Páll verið nær því
alla æfi og hófsmaður um alla hluti. En þó
hefir fjárhagur hans lengst af verið mjög
þröngur, enda kenslustörf hans illa borguð,
þar til seinustu árin. Páll er mjög vinsæll
maður. Pegar hann var 60 ára að aldri,
sýndu margir honum vinsemd og nokkrir
vinir hans, aðallega gamlir nemendur hans,
sendu honum 1000 krónur að gjöf.
Páll er enn vel ern og virðist lítið vera
farinn að láta sig að öðru, en sjón hans er
nær alveg þrotin. Þegar hann ljet af kenslu
við barnaskólann, veitti bæjarstjórn Akur-
eyrar honum 1500 króna eftirlaun á ári og
ríkissjóður 600 kr., auk dýrtíðaruppbótar.
Síðastliðið ár fjekk Páll 1000 kr. skáldalaun
úr ríkissjóði.
Páll býr nú ásamt konu sinni í húsinu
nr. 24 í Aðalstræti, þar sem hann hefir búið
í 25 ár. Helsta^skemtun hans er^að skrafa
við kunningja sína, sem heimsækja hann
oft, enda geldur hann þeim það vel, því að
flestum mun finnast sjer líða vel, þegar
þeir eru í nálægð við Pál og hafa unun af
að tala við hann, því að hann kann frá
mörgu að segja og er jafnan glaður og
skemtilegur, og tekur örlögum lífsins með
jafnaðargeði, sem sæmir þeim manni, sem
bæði er karlmenni og vitmaður.
augu iáoanna;
Saga eftir J. Anker-Larsen.
»Nei, jeg veit það ekki,« sagði veitinga-
konan, »það kom aldrei neinn til hans.
Hann bjó út af fyrir sig og fór út til að
borða.«
»Hvenær sáuð þjer hann síðast?« spurði
lögreglu-umsjónarmaðurinn.
»í gærmorgun,« sagði veitingakonan, »þeg-
ar jeg gerði hreint hjá honum og svo í
gærkvöldi, er jeg fór inn til hans, til þess
að vita, hvort hann vanhagaði ekki um neitt,
en hann sagðist bara vilja sofa. Svo þegar
jeg ætlaði að gera hreint í morgun, þá voru
dyrnar læstar og enginn ansaði, þegar jeg
barði.«
»Par hepnaðist það,« sagði lögregluþjónn-
inn í því að dyrnar voru sprengdar upp.
Umsjónarmaðurinn og læknirinn gengu
inn í herbergið. Veitingakonan beið við
þröskuldinn til þess að vita, hvort eitthvað
hefði komið fyrir.
Öldungurinn lá á bakinu með krosslagða
arma og Iokuð augu.
»Já, hann er víst dáinn,« sagði læknirinn.
Umsjónarmaðurinn gekk að rúminu og at-
9*